20.03.2013
Nýverið hófst námskeið í dansi hjá 3. og 4. bekk. Hér má sjá nokkrar myndir frá dansæfingu í 3. bekk þar sem
þau voru að æfa marseringu. Fleiri myndir hér.
Lesa meira
20.03.2013
Keppt var í skólahreysti í Íþróttahöllinni á Akureyri miðvikudaginn 20. mars kl. 13 og stóð keppnin til kl. 15:30. Keppendur
Brekkuskóla voru: Katla, Friðrik, Ísak Andri og Kolfinna. Þau stóðu sig með stakri prýði og lentu í 5. sæti keppninnar. Þar
skoraði hátt að Katla varð í 1. sæti í að "hanga".
Þið stóðuð ykkur vel krakkar!
Fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt á næsta ári og komast í liðið er bent á að byrja að æfa sig
tímanlega.
Lesa meira
15.03.2013
Skemmtilegt hópverkefni er nú unnið í dönsku í 7. bekk. Þar eru nemendur núna að fást við gerð myndasögu sem þeir gera
sem rafbók. Þau vinna rafbókina frá grunni eftir fyrirmynd úr námsbók. Þau taka myndirnar, setja inn texta og hljóð áður en
þeir skila því til kennara. Þau fá einnig tækifæri til að sýna rafbækur sínar og segja frá á skiladegi.
Rafbækurnar eru síðan, eins og annað sem þau gera, metnar sem hluti af námsmati nemenda.
Hér má sjá nokkrar myndir og myndskeið frá verkefninu.
Myndir
Myndskeið 1
Myndskeið 2
Myndskeið 3
Myndskeið 4
Lesa meira
15.03.2013
Innritun stendur yfir fyrir nemendur sem hefja grunnskólagöngu haustið 2013. Umsóknareyðublöð.
Innritaðir nemendur fá tækifæri til að koma í skólaheimsókn í skólann í nokkur skipti. Ein heimsókn er afstaðin
og sú næsta verður 18. og 20. mars næstkomandi. Þá velja foreldrar að koma með nemendur annan hvorn þann dag kl. 10:30 - 12:10. Nemendur
fá að vera með í kennslustund 1. árgangs og enda síðan kennslustundina á að fara með þeim í mat í matsal skólans.
Foreldrar eru hvattir til að kynna skólalóðina fyrir væntanlegum nemendum í þessum heimsóknum.
Lesa meira
12.03.2013
Skólamyndir Brekkuskóla eru nú tilbúnar til pöntunar á vef ljósmyndarans.
Leiðbeiningar og frekari upplýsingar er að finna hér aftar í fréttinni.
Lesa meira
14.03.2013
SAMTAKA, svæðisráð foreldra nemenda í
grunnskólum Akureyrarbæjar, í samstarfi við Guðjón H. Hauksson, þjónustustjóra tölvudeildar MA og Gunnlaug Guðmundsson,
forvarnarfulltrúa hjá Akureyrarbæ, stendur fyrir málþingi um heilbrigð tölvukerfi heimilanna.
Málþingið sem ber heitið
„Uppeldi í tölvuvæddum heimi – ábyrgð allra“ verður haldið í sal Brekkuskóla, 14. mars n.k. og hefst klukkan
18.00.
Dagskrá:
Lesa meira
07.03.2013
Meðal efnis í fréttabréfi marsmánaðar er Stóra upplestrarkeppnin, frásögn af heimsókn erlendra gesta, matseðill mánaðarins
og skólaljósmyndataka, en myndirnar eru nú tilbúnar á vef ljósmyndarans til pöntunar.
Fréttabréf marsmánaðar
Lesa meira
07.03.2013
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekkjum grunnskólanna á Akureyri fór fram í Menntaskólunum á Akureyri (MA) þann 6. mars 2013.
Aðallesarar Brekkuskóla voru þær Helga María Guðmundsdóttir 7. EJ og Sólrún Svava Kjartansdóttir 7. HS.
Það er skemmst frá því að segja að Helga María var valin af dómnefnd í 1. sæti keppninnar. Keppendur allir stóðu
sig með stakri prýði og eins og Karl Frímannsson fræðslustjóri orðaði það "Þið eruð öll sigurvegarar, þið
stóðuð ykkur svo vel"
Ingibjörg Einarsdóttir sagði í ávarpi sínu að undirbúningur þessarar keppni skipti miklu máli. Hún sagðist vita að
þar liggi mikil vinna að baki og þakkaði þeim fjölmörgu nemendum, starfsfólki skólanna og foreldrum fyrir samstarfið og
þátttökuna við undirbúning keppninnar.
Í upphafi og í hléi spiluðu nemendur úr 7. bekk sem stunda nám í Tónlistarskóla Akureyrar. Í þeirra hópi voru fimm
fulltrúar frá Brekkuskóla sem við erum afskaplega stolt af. Þar af voru báðir fulltrúar skólans í upplestrarkeppninni. Auk þeirra
voru það Arndís Atladóttir á píanó, Heba Karitas Ásgrímsdóttir fiðlu og Edda Kristín Bergþórsdóttir
fiðla.
Stjórnendur og starfsfólk Brekkuskóla óskar Helgu Maríu og 7. bekk til hamingju með árangurinn!
Nánar um keppnina á landsvísu hér og myndir frá lokahátíðinni á Akureyri hér
Lesa meira
04.03.2013
Skólahaldi er alla jafna ekki aflýst nema í verstu veðrum og þá gjarnan í
öllum skólum bæjarins. Slíkt er ávallt auglýst í útvarpi. Skelli á vont veður meðan börnin eru í skólanum eru
foreldrar beðnir um að sjá til þess að þau verði sótt eins fljótt og auðið er eftir að skóla lýkur.
Lesa meira
28.02.2013
Í síðustu viku fór fram undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk en lokakeppni skólanna á Akureyri fer fram þann 6.
maí í Hólum í Menntaskólanum á Akureyri.
Aðallesarar Brekkuskóla verða:
Helga María Guðmundsdóttir 7. EJ og Sólrún Svava Kjartansdóttir 7. HS
Varamenn þeirra eru:
Arnór Gjúki Jónsson 7. HS og Ólafur Stefán Oddsson Cricco 7. HS
Til hamingju öll með frábæran árangur!
Hér má finna nokkrar myndir frá keppninni
Lesa meira