29.01.2013
Skólaþing var haldið hér í Brekkuskóla þriðjudaginn 22. janúar 2013. Fyrirmyndin er svokallað þjóðfundarfyrirkomulag. Fyrir
þingið héldu nemendur eigin fundi inni í bekk og þar völdu þeir fulltrúa sína til að sitja sjálft þingið. Á
þinginu sátu einnig fulltrúar foreldra og starfsmanna skólans. Þarna fóru fram málefnalegar umræður og færðu þingmenn
góð rök fyrir máli sínu. Umræðuefnið var skipt í fjóra flokka. Þeir voru: "Skólabragur", "Skólasamfélag", "Mat og
þróun" og "Nám og kennsla". Í hverjum flokki voru tvær spurningar lagðar fyrir. Niðurstöðurnar voru settar á miða og þær
síðan flokkaðar í flokka sem hver hópur kom sér saman um. Þessa dagana er verið að skrá þær í rafrænt form og
ákveða hvaða aðferð verði notuð við að kynna þær og hvernig hugmyndum verði hrynt í framkvæmd. Myndir frá skólaþinginu má nálgast hér.
Sjá nánar í fréttabréfum skólans í janúar og febrúar 2013 http://brekkuskoli.is/is/page/skolinn_frettabref
Lesa meira
28.01.2013
Skákdagur Íslands er haldinn ár hvert á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fyrrverandi forseta
alþjóðaskáksambandsins FIDE. Af því tilefni var nemendum í 7. bekk Brekkuskóla boðin skákkennsla.
Lesa meira
23.01.2013
Í vikunni fengum við heimsókn frá leikskólanemendum frá hinum ýmsu leikskólum bæjarins. Foreldrar þessara barna áforma að
innrita barn sitt í Brekkuskóla. Börnin mættu í fylgd foreldris og fengu kynningu á húsnæði og aðbúnaði í
skólanum, kynntu sér Frístund og fengu ávaxtabita. Það var ekki annað að sjá en hópurinn hafi kunnað vel við sig. Þau
sáu kennslustofur fyrir listgreinar (myndmennt, handmennt, heimilisfræði, smíðar), kíktu inn til 1. bekkinga og til skólastjórans, fóru
í salinn og í mötuneytið, á bókasafnið og tölvuverið. Svo fengu þau að sjá hvernig við fjölföldum verkefni handa
nemendum. Sjá myndir.
Næst koma þau og verða í kennslustund með 1. bekkingum og fara með þeim í mat. Þriðja heimsóknin verður síðan í
íþróttatíma. Foreldrar sem skráð hafa börn sín í heimsóknirnar fá sendan póst um næstu heimsóknir.
Lesa meira
21.01.2013
Mánudaginn 21. janúar 2013 fór fram kynning fyrir foreldra á samþættingarverkefni í samfélagsfræði, leiklist, myndlist og
upplýsingatækni. Kynningin fór þannig fram að nemendur sjálfir áttu að kynna þrjú verkefni fyrir foreldrum sínum og foreldrarnir
áttu að gefa barni sínu umsögn. Matið er einnig liður í því að auka fjölbreytni í námsmati nemenda. Myndir frá kynningunni.
Lesa meira
18.01.2013
Í vikunni fengum við heimsókn frá leikskólanemendum af Hólmasól. Mörg þeirra hefja grunnskólagöngu sína í haust
hjá okkur. Þau fengu kynningu á húsnæði og aðbúnaði í skólanum, kynntu sér Frístund og fengu ávaxtabita
áður en þau lögðu af stað aftur að Hólmasól. Það var ekki annað að sjá en hópurinn hafi kunnað vel við sig.
Þau fengu sáu kennslu í listgreinum (myndmennt, handmennt, heimilisfræði, leiklist), kíktu inn til 1. bekkinga, fóru í mötuneytið og
á bókasafnið. Svo fengu þau að sjá hvernig við fjölföldum verkefni handa nemendum. Sjá
myndir.
Næst koma þau og verða í kennslustund með 1. bekkingum og fara með þeim í mat. Þriðja heimsóknin verður síðan í
íþróttatíma.
Lesa meira
16.01.2013
Myndataka nemenda fer fram í skólanum vikuna 28. janúar - 1. febrúar 2013. Myndirnar verða nýttar í lokuðu námsumhverfi skólans,
Mentor. Foreldrar fá tækifæri til að kaupa myndir í gegnum vef ljósmyndarans. Nánar auglýst í janúarfréttabréfi skólans.
Skipulag myndatöku er að finna hér.
Lesa meira
22.01.2013
Þriðjudaginn 22. janúar kl. 9-11:30 er fyrirhugað að halda 40 - 50 manna skólaþing í Brekkuskóla. Skólaþingið
er liður í innleiðingu á nýrri aðalnámskrá. Þar sitja fulltrúar starfsfólks, nemenda og foreldra. Á
skólaþinginu verður unnið með fjórar grunnspurningar sem getið er hér að neðan og verða niðurstöður teknar saman
í lokin og nýttar til að bæta skólann.
Lesa meira
14.01.2013
Hér á vefinn er komið inn safn af myndum úr listgreinum. Fleiri myndir verða settar inn á næstu dögum
í myndagalleríið okkar.
Lesa meira
07.01.2013
Fyrsta Fréttabréf Brekkuskóla á nýju ári er komið út. Meðal efnis eru upplýsingar um væntanlegt Skólaþing
Brekkuskóla sem mikilvægt er að lesa. Annað efni er matseðill janúarmánaðar, myndataka nemenda, foreldrakönnun, styrkveiting o.fl. Fréttabréfið má nálgast
hér.
Lesa meira
07.01.2013
Styrkir Norðurorku hf. til samfélagsverkefna vegna ársins 2013 voru afhentir við hátíðlega athöfn föstudaginn 4.
janúar síðast liðinn. Brekkuskóli hlaut styrk vegna verkefnis sem ber yfirskriftina "Félagslega fljúgandi fær" og snýst m.a. um að
nýta rafræna tækni við skipulag náms og tómstunda í daglegu lífi barna með einhverfugreiningu. Brekkuskóli þakkar Norðurorku
styrkveitinguna sem mun koma sér vel við frekari þróun á rafrænni tækni í skólastarfi Brekkuskóla.
Nánar um styrkveitingar Norðurorku á www.no.is
Lesa meira