SAMTAKA, svæðisráð foreldra nemenda í
grunnskólum Akureyrarbæjar, í samstarfi við Guðjón H. Hauksson, þjónustustjóra tölvudeildar MA og Gunnlaug Guðmundsson,
forvarnarfulltrúa hjá Akureyrarbæ, stendur fyrir málþingi um heilbrigð tölvukerfi heimilanna.
Málþingið sem ber heitið
„Uppeldi í tölvuvæddum heimi – ábyrgð allra“ verður haldið í sal Brekkuskóla, 14. mars n.k. og hefst klukkan
18.00.
Dagskrá:
- “Kerfisstjórar heimilanna” – Guðjón Hauksson, foreldri og þjónustustjóri
tölvudeildar Menntaskólans á Akureyri opnar málþingið. Hann mun einnig stjórna dagskrá kvöldsins.
- “Einkalíf barna og skyldur foreldra” – Áskell Örn Kárason frá Fjölskyldudeild
fjallar um rétt barna til að njóta einkalífs og rétt þeirra til að vera vernduð, skyldur foreldra og samfélagsins alls til að
vernda.
- Böðvar Nielsen Sigurðarson segir frá reynslu sinni af netfíkn – 20 mín.
- *** Hressing og rúntur milli bása fyrirtækjanna sem ætla að ráðleggja “kerfisstjórum
heimilanna” ***
- “Netfíkn: Andlitslaust samfélag” - Eyjólfur Örn Jónsson
sálfræðingur
- Gunnlaugur Guðmundsson segir frá stofnun hóps til stuðnings drengjum í grunnskólum sem ná illa
að fóta sig í heiminum utan tölvuleikjanna
- “Tæknin er ekkert að fara” – Bergþóra Þórhallsdóttir
aðstoðarskólastjóri Brekkuskóla
-
Pallborð
Í pallborði verða Eyjólfur, Pétur Maack sálfræðingur á Akureyri,
Guðjón, Gunnlaugur, Böðvar, Hafþór Freyr Líndal (16 ára meðlimur í Ungmennaráði SAFT) og Áskell frá
fjölskyldudeild auk þess sem fulltrúar fyrirtækjanna svara gjarnan fyrirspurnum úr sal.
- Að loknum umræðum býðst foreldrum að halda áfram í rólegheitum með
sálfræðingum á bókasafninu eða kaffistofu Brekkuskóla á meðan gengið er frá salnum.