Uppeldi í tölvuvæddum heimi

SAMTAKA, svæðisráð foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrarbæjar, í samstarfi við Guðjón H. Hauksson, þjónustustjóra tölvudeildar MA og Gunnlaug Guðmundsson, forvarnarfulltrúa hjá Akureyrarbæ, stendur fyrir málþingi um heilbrigð tölvukerfi heimilanna. Málþingið sem ber heitið „Uppeldi í tölvuvæddum heimi – ábyrgð allra“ verður haldið í sal Brekkuskóla, 14. mars n.k. og hefst klukkan 18.00.  Dagskrá:
  1. “Kerfisstjórar heimilanna” – Guðjón Hauksson, foreldri og þjónustustjóri tölvudeildar Menntaskólans á Akureyri opnar málþingið. Hann mun einnig stjórna dagskrá kvöldsins.
  2. “Einkalíf barna og skyldur foreldra” – Áskell Örn Kárason frá Fjölskyldudeild fjallar um rétt barna til að njóta einkalífs og rétt þeirra til að vera vernduð, skyldur foreldra og samfélagsins alls til að vernda.
  3. Böðvar Nielsen Sigurðarson segir frá reynslu sinni af netfíkn – 20 mín.
  4. *** Hressing og rúntur milli bása fyrirtækjanna sem ætla að ráðleggja “kerfisstjórum heimilanna” ***
  5. “Netfíkn: Andlitslaust samfélag” - Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur
  6. Gunnlaugur Guðmundsson segir frá stofnun hóps til stuðnings drengjum í grunnskólum sem ná illa að fóta sig í heiminum utan tölvuleikjanna
  7. “Tæknin er ekkert að fara” – Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri Brekkuskóla
  8. Pallborð
    Í pallborði verða Eyjólfur, Pétur Maack sálfræðingur á Akureyri, Guðjón, Gunnlaugur, Böðvar, Hafþór Freyr Líndal (16 ára meðlimur í Ungmennaráði SAFT) og Áskell frá fjölskyldudeild auk þess sem fulltrúar fyrirtækjanna svara gjarnan fyrirspurnum úr sal.
  9. Að loknum umræðum býðst foreldrum að halda áfram í rólegheitum með sálfræðingum á bókasafninu eða kaffistofu Brekkuskóla á meðan gengið er frá salnum.