Andri Freyr skólaskákmeistari

Frétt af vef skákfélags Akureyrar: Skólaskákmót Brekkuskóla var háð í dag, 9. apríl. Keppendur voru 18 talsins og tefldu 5. umferðir eftir Monrad-kerfi.  Fráfarandi meistari, Andri Freyr Björgvinsson, vann mótið örugglega með fullu húsi vinninga og varði þar með titilinn frá fyrra ári. Baráttan um 2. og 3. sætið var hinsvegar afar hörð og má segja að hún hafi ráðist í viðureign Ólivers og Magnúsar þar sem sá síðarnefndi missti drottninguna í flókinni stöðu og mátti eftir það ekki við margnum.Óliver Ísak varð með sigrinum sigurvegari í yngri flokki.

Við sigur Ólivers náði Kristján Blær svo að skjótast upp í 3. sætið. Í hópi keppenda með 3 vinninga mátti sjá margan efnispiltinn og rétt í þessu bárust boð frá skákgyðjunni Caissu þar sem hún hvetur þá alla til að leggja rækt við skákíþróttina og lofar konungsríki að launum. Engar prinsessur fylgja þó með í kaupunum, enda létu stúlkurnar sig alveg vanta á mótið í þetta sinn og var þeirra sárlega saknað. Þessu er hér með komið á framfæri. 

Mótið var úrtökumót fyrir skólaskákmót Akureyrar nú á laugardaginn og var öllum keppendum sem fengu 3 vinninga boðin þátttaka þar.

Hér koma svo úrslitin í heild sinni:  


Andri Freyr Björgvinsson 10. bekk 5
Óliver Ísak Ólason   5. bekk 4
Kristján Blær Sigurðsson 10. bekk 3,5
Magnús Mar Vãljaots 10. bekk 3
Gunnar Hrafn Halldórsson   9. bekk 3
Ísak Svavarsson   3. bekk 3
Kári Þór Barry   4. bekk 3
Bjarmi Friðgeirsson    4. bekk 3
Kári Hólmgrímsson    4. bekk 2,5
Örn Þórarinsson   4. bekk 2,5
Veigar Bjarki Hafþórsson   5. bekk 2
Andri Haukur Einarsson   7. bekk 2
Brimar J. Guðmundsson   6. bekk 2
Alex Máni Garðarsson   4. bekk 2
Dofri Friðgeirsson   3. bekk 1,5
Gylfi Rúnar Jónsson   4. bekk 1,5
Stormur Karlsson   3. bekk 1
Hjalti Snær Árnason   5. bekk 0,5