Upplestrarhátíð í 4. bekk

Föstudaginn 12. apríl fór fram upplestrarhátíð í 4. bekk. Hátíðin er liður í því að efla börnin í að koma fram og lesa upphátt fyrir áheyrendur. Hátíðin hófst með tónlistaratriði þar sem nemendur sungu lagið "Mamma fær það bezta". Því næst tók við flutningur á ljóðum og smásögum samkvæmt neðangreindum lista. Nemendur skiptust á að lesa á ýmsan máta, einir í pontu og jafnframt saman í hóplestri. Strákar og stelpur lásust á þar sem strákarnir fóru með hlutverk drengsins og stúlkurnar hlutverk lækjarins í ljóðinu "Drengurinn og lækurinn". Aðstandendum barnanna var boðið á sal til að hlusta og var vel sótt. Í lok hátíðarinn afhenti Jóhanna María skólastjóri nemendum viðurkenningarskjal. Myndir frá hátíðinni Dagskrá hátíðarinnar:

 

1.            Tónlistaratriði:Allir söngur „Mamma fær það bezta“

2.            Ljóðaflutningur:Kórlestur „Drengurinn og lækurinn, 

3.            Óskabjúgað, þjóðsaga Lestur

4.            Ljóðaflutningur:Lestur Ég elska eftir Pál J. Árdal

Á íslensku eftir Þórarin Eldjárn

Kvæðið hennar Gunnu, óþekktur höfundur

5.            E.t.v. gestalesari úr 7. bekk

6.            DimmalimmLestur ævintýri eftir Guðmund Thorsteinsson

7.            TónlistaratriðiAllir söngur Hæ, hæ, hæ eftir Pál J. Árdal

8.            LjóðaflutningurLestur  Sköpunarsagan eftir Stefán Jónsson 

Vorstökur e. Pál.

9.            Þegar Bakkabræður rugluðu saman fótunum Lestur

10.          Tunglið, tunglið taktu mig, þula eftir Theódóru Thoroddsen Lestur en allir í kór í lokin

Stjórnendur þakka nemendum og kennurum fyrir vandaða og frábæra hátíð!