Tilbreytingardagur

Óneitanlega svolítið öðruvísi
Óneitanlega svolítið öðruvísi
Það var líf og fjör í skólanum föstudaginn 12. apríl þegar nemendur og starfsfólk mættu í skólann. Nemendafélag skólans ákvað í samráði við skólastjóra að hafa svokallaðan "klæðskiptingardag" þar sem stelpur klæðast hefðbundnum strákafötum og strákar fara í hefðbundin stelpuföt. Umræðan hefur leitt til þess að óljóst virðist vera hvar mörkin liggja. Í dag eru flestir eins klæddir. Aðalatriðið með þessari hugmynd er uppbrot sem einn þáttur í að gera skólalífið ennþá skemmtilegra  og engin skylda að vera með. Myndir 1 Myndir 2