Skólaþing Brekkuskóla

Þriðjudaginn 22. janúar kl. 9-11:30 er fyrirhugað að halda 40 - 50 manna skólaþing í Brekkuskóla. Skólaþingið er liður í innleiðingu á nýrri aðalnámskrá. Þar sitja fulltrúar starfsfólks, nemenda og foreldra. Á skólaþinginu verður unnið með fjórar grunnspurningar sem getið er hér að neðan og verða niðurstöður  teknar saman í lokin og nýttar til að bæta skólann. 

Markmið með skólaþingi: Að efla samvinnu allra sem að skólasamfélagi Brekkuskóla koma

 Fyrir þingið verða lagðar 4 spurningar

1. Skólabragur: Hvað er skólabragur?  Hvernig viljum við hafa hann og hvernig sköpum við hann?

2. Nám og kennsla: Á hvað viljum við leggja áherslu í námi og kennslu? Hvernig gerum við það?

3. Skólasamfélag: Hvað er skólasamfélag Brekkuskóla? Hvernig getum við eflt skólasamfélagið í þágu skólans?

4. Mat og þróun: Hvað er góður skóli?  Hvernig sjáum við hvort skólinn er góður?

 

Nú óskum við eftir foreldrum sem hafa áhuga á að sitja þingið.

Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Sigríði Magnúsdóttur siggamagg@akmennt.is  eða Jóhönnu Maríu Agnarsdóttur johannam@akureyri.is

Ný aðalnámskrá grunnskóla byggir á sex grunnþáttum menntunar: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.  Eiga þessir grunnþættir að endurspeglast í starfsháttum skóla, samskiptum og skólabrag, þeir eiga að vera sýnilegir í skólastarfinu öllu og koma fram í inntaki námsgreina og námssviða, bæði hvað varðar þá þekkingu og leikni sem börn og ungmenni skulu afla sér.  Hægt er að lesa almennan hluta fyrir aðalnámskrá grunnskóla á slóðinni: http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/adalnamskra-grunnskola/