Markmið með skólaþingi: Að efla samvinnu allra sem að skólasamfélagi Brekkuskóla koma
Fyrir þingið verða lagðar 4 spurningar
1. Skólabragur: Hvað er skólabragur? Hvernig viljum við hafa hann og hvernig sköpum við hann?
2. Nám og kennsla: Á hvað viljum við leggja áherslu í námi og kennslu? Hvernig gerum við það?
3. Skólasamfélag: Hvað er skólasamfélag Brekkuskóla? Hvernig getum við eflt skólasamfélagið í þágu skólans?
4. Mat og þróun: Hvað er góður skóli? Hvernig sjáum við hvort skólinn er góður?
Nú óskum við eftir foreldrum sem hafa áhuga á að sitja þingið.
Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Sigríði Magnúsdóttur siggamagg@akmennt.is eða Jóhönnu Maríu Agnarsdóttur johannam@akureyri.is
Ný aðalnámskrá grunnskóla byggir á sex grunnþáttum menntunar: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Eiga þessir grunnþættir að endurspeglast í starfsháttum skóla, samskiptum og skólabrag, þeir eiga að vera sýnilegir í skólastarfinu öllu og koma fram í inntaki námsgreina og námssviða, bæði hvað varðar þá þekkingu og leikni sem börn og ungmenni skulu afla sér. Hægt er að lesa almennan hluta fyrir aðalnámskrá grunnskóla á slóðinni: http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/adalnamskra-grunnskola/
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is