Rósa Mjöll sérkennari tekur hér við styrknum úr höndum Helga Jóhannessonar forstjóra Norðurorku
Styrkir Norðurorku hf. til samfélagsverkefna vegna ársins 2013 voru afhentir við hátíðlega athöfn föstudaginn 4.
janúar síðast liðinn. Brekkuskóli hlaut styrk vegna verkefnis sem ber yfirskriftina "Félagslega fljúgandi fær" og snýst m.a. um að
nýta rafræna tækni við skipulag náms og tómstunda í daglegu lífi barna með einhverfugreiningu. Brekkuskóli þakkar Norðurorku
styrkveitinguna sem mun koma sér vel við frekari þróun á rafrænni tækni í skólastarfi Brekkuskóla.
Nánar um styrkveitingar Norðurorku á www.no.is