Fréttir

Skólaslit 2012

1.- 2. bekkur kl.13:00 3. – 4. bekkur kl. 12:00 5., 6. - 7. bekkur kl. 11:00 8. – 9. bekkur kl. 10:00 Nemendur mæta á sal en fara síðan í heimastofu til umsjónarkennara. Sama dag eru skólaslit og útskriftarathöfn 10. bekkja. Athöfnin hefst á sal skólans kl.15:30og eru foreldrar, forráðamenn og velunnarar skólans hjartanlega velkomnir.
Lesa meira

Afmælisfagnaður grunn- og leikskóla á Akureyri

Dagskrá Brekkuskóla: Kl. 9:30 dans í kirkjutröppum Kl. 10:00 2. bekkur syngur í Hofi ásamt því að 8. bekkur sýnir stuttmynd. Kl. 10:45 endurtekur 2. bekkur sinn söng á Ráðhústorgi Kl. 11:15 Lopabandið á Ráðuhústorgi Nemendur fá pylsu á Ráðhústorgi. Gert er ráð fyrir að stundatöflur haldi sér þennan dag og kennarar fylgja nemendum samkvæmt því í samráði við umsjónarkennara hvers hóps.
Lesa meira

Smíðar hjá 3.-7. bekk 2011-2012

Jæja þá er komið að því að sýna hvað þessir frábæru krakkar hafa verið að gera í smíðum. Þau hafa sýnt mikinn áhuga og dugnað. Krakkarnir hafa verið að læra allskonar hluti. Eins og t.d. að vinna koparfólíu, búa til pússl, húsdýrin okkar voru gerð í timbur, sagað var út í málma, laufabrauðspressur gerðar o.s.frv. Ég er búin að setja inn allskonar myndir bæði að hlutum sem þau hafa gert og einnig að þeim í vinnu. Þetta er undir flipanum nemendasýningar - smíðar. Þetta eru frábærir krakkar sem þið eigið. Kærar kveðjur, Sunna  Guðmundsdóttir
Lesa meira

Valgreinar skólaárið 2012 - 2013

Ýmsar breytingar fylgja því að fara úr 7. bekk í þann 8. Ein stærsta breytingin er í því fólgin að á unglingastigi er hluti kennslustunda val nemenda þar sem valið er á milli kjörsviðsgreina.
Lesa meira

Útiíþróttir frá og með 7. maí 2012

Frá og með mánudeginum 7. maí færum við íþróttakennsluna út úr íþróttahúsunum og njótum sumarkomunnar á skólalóð og nærliggjandi svæðum. Mikilvægt er að nemendur komi klæddir til íþróttaiðkunnar og eftir veðri.  Búnings- og sturtuaðstaða er áfram í boði í Íþróttahöllinni. Kv.  Jói, Kári og Sigfríð íþróttakennarar
Lesa meira

Brekkuskóli tekur þátt í Þjóðlagi Halldórs

Halldór Gunnar Pálsson, Önfirðingur og kórstjóri Fjallabræðra er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni sem „vonandi mun bera mig hringinn í kringum landið,“ eins og hann hefur orðað sjálfur.
Lesa meira

Litlu Ólympíuleikarnir 2012

Það er líf og fjör í Brekkuskóla þessa dagana. Litlu Ólympíuleikarnir eru haldnir hátíðlegir. Mánudaginn 22. apríl var setning með viðhöfn í Íþróttahöllinni og síðan tóku við tveir keppnisdagar þar sem keppendur fara á milli 10 stöðva. Hverjum árgangi er skipt upp í átta lönd: Danmörk, Frakkland (Guadeloupe), Bretland, Ísland, Spánn, Ítalía (Gallarate og Sikiley) og Tyrkland. Þetta skemmtilega verkefni er liður í þátttöku skólans í Comeniusarverkefni sem byggir á heilsueflingu og hreyfingu.
Lesa meira

Viðurkenning skólanefndar árið 2012 - Tilnefningar

Skólanefnd Akureyrarbæjar hefur frá árinu 2010 veitt einstaklingum og/eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur.
Lesa meira

Vöfflukaffi í morgunmóttöku 1. bekkjar

Í morgun var vöfflukaffi í morgunmóttöku 1. bekkjar þar sem þau fagna sumri á morgun. Í morgunmóttökunni sungu nemendur fyrir foreldra sína og áttu með þeim notalega stund í skólanum. Eftir morgunmóttökuna fóru nemendur ásamt kennurum og stuðningsfólki síðan í vettvangsferð í leikhúsið. Sjá myndir hér frá morgunmóttökunni.
Lesa meira

Gleðilegt sumar!

 Á sumardagurinn fyrsta, 19. apríl, er ekki skóli og föstudaginn 20. apríl er starfsdagur og nemendur því áfram í fríi. Frístund er opin frá kl. 08:00 á starfsdeginum 20. apríl. Starfsfólk Brekkuskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Lesa meira