Skólabyrjun haustið 2012

Skólinn hefst með viðtalsdögum og verða boð send út 16. og 17. ágúst 2012 í netpósti til aðstandenda. Eins og undanfarin ár munum við biðja ykkur um að svara spurningum til að undibúa samræðu nemenda, foreldra og kennara. Undirbúningurinn fer fram rafrænt á vefsíðunni www.mentor.is. Viðtalsundirbúningur:
Ef þið hafið ekki aðgang eða aðstöðu til að svara heima þá bendum við á að opið verður í tölvuveri við skólabókasafn báða viðtalsdagana. Þar getið þið jafnframt fengið aðstoð ef á þarf að halda.

Leiðbeiningar:

  1. Vefslóð www.mentor.is 
  2. Skráið ykkur inn með aðgangi nemandans. Nemendaaðganginn finnið þið með því að fara inn á ykkar aðgangi sem foreldrar.

Foreldraaðgangur er kennitala foreldris og lykilorðið eiga foreldrar að hafa fengið. Tapað lykilorð er hægt að nálgast hjá ritara skólans steingerdur@akmennt.is eða í síma 462-2525

Nemendaaðgangur  Notendanafnið er kennitala barnsins og lykilorðið má finna undir myndinni af barninu.

Foreldrar 1. bekkinga sem eiga ekki systkini í skólanum nú þegar fá aðgang að mentor sendan í netpósti.

  1. Þegar þið eruð komin inn á nemendaaðganginum: Veljið þá ”Leiðsagnarmat” til vinstri á valmyndinni.
  2. Veljið ”Viðtal”nafn bekks”  haust 2012”
  3. Svarið spurningunum með nemandanum.

Athugið að  smella á "skrá" neðst á síðunni öðru hverju meðan þið svarið spurningalistanum. Svörin geymast ekki fyrr en smellt er á "skrá" eða "áfram" og ef lengi er setið við í einu án þess að gera þetta, hættir kerfið að geyma upplýsingar sem skráðar eru inn.