(09:50-10:10) Marimba-band Oddeyrarskóla spilar undir þegar nemendur streyma á torgið.
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kynnir dagskrána.
Hópsöngur nemenda leik- og grunnskóla. Ásta Magnúsdóttir kennari við Giljaskóla spilar undir og stýrir söng Afmælissöngurinn (þessi hefðbundni), Eyjafjörður er fagur, Snert hörpu mína).
Óskar Pétursson og Marína Ósk Þórólfsdóttir syngja Akureyrarlagið (Ég sé Akureyri) með börnunum.
Agnes Brá Baldvinsdóttir nemandi við Oddeyrarskóla segir frá tilurð verksins og vinnunni við það.
Agnes Brá og Andri, leikskólanemi á Krógabóli, afhjúpa verkið og leik- og grunnskólanemendur á sviðinu afhenda bæjarstjóra sem tekur við gjöfinni.
Nemendur taka við þakkargjöf frá Akureyrarbæ - bókagjafir.
Hvanndalsbræður leika alls 5 lög - eftir eitt lag segja þeir krökkunum að byrja megi á skúffukökunum&mjólkinni. Ítreka fyrir krökkunum að sýna kurteisi í röðunum (það fá allir!) og að henda ruslinu í rusladallana. Klára svo lögin eftir þessi skilaboð.
Það eru Hvanndalsbræður sem "loka dagskránni" með síðasta lagi.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is