Útbúnaður:
Snjóþotur, skíði, bretti, svartir plastpokar og snjósleðar eru leyfðir til fararinnar. Fyllsta öryggis verður gætt. Starfsfólki verður dreift á svæðið.
Hjálmar æskilegir.
Mikilvægt er að nemendur séuvel klæddir og í velmerktum fatnaði. Ekki gleyma snjóbuxunum, vettlingunum eða húfunni.
Nesti í vel merktum umbúðum/tösku.
Þær lyftur sem verða opnar eru: Töfrateppið, Hólabraut, Skálabraut, og Hjallabraut. Ef nemendur óska eftir að verða eftir í fjallinu þegar dagskrá lýkur þurfa þeir að hafa samþykki foreldra sem láta umsjónarkennara vita. Lyftukortin gilda allan daginn en skila þarf búnaði eða semja um leigu á honum. Ekki er hægt að bjóða upp á skíðakennslu en við munum aðstoða nemendur eins og kostur er.
Foreldrar eru velkomnir á eigin bílum.
Stjórnendur og starfsfólk Brekkuskóla
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is