Í gær fór einn sjöundi bekkurinn í vinnu við að efla hópandann.
Hver nemandi dró miða með nafni bekkjarfélaga. Um bekkjarfélagann þurfti sá sem dró að skrifa eina jákvæða setningu. Unnið
var með nafnorð og lýsingarorð í tengslum við þessa vinnu. Afraksturinn kom nemendum skemmtilega á óvart og að lokum var farið í
hugmyndavinnu um hvernig ætti að gera vinnuna sýnilega. Niðurstaðan varð stór hönd þar sem smærri hendur sýna textann.