Fréttir

Breyting á samræmdum prófum í 10. bekk

Af vef Menntamálaráðuneytisins um breytingar á samræmdum prófum sem tekur gildi skólaárið 2009 - 2010: Breytingar á samræmdum prófum í grunnskólum Í nýjum grunnskólalögum nr. 91/2008, sem tóku gildi sl. sumar, er kveðið á um breytingar á samræmdum prófum í grunnskólum. Ýmsar spurningar hafa vaknað vegna framkvæmdar nýrra laga og því vill menntamálaráðuneyti taka fram eftirfarandi: Í 39. gr. segir að nemendur í fyrri hluta 10. bekkjar skuli þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði. Þessi nýju próf teljast ekki vera lokapróf í grunnskóla líkt og þau samræmdu próf sem hingað til hafa tíðkast í 10. bekk. Megintilgangur samræmdra könnunarprófa er að veita skólum, nemendum og foreldrum upplýsingar um stöðu nemenda og skapa færi á að styðja við nám þeirra í viðkomandi greinum áður en grunnskólanámi lýkur. Samræmd könnunarpróf eiga ekki að liggja til grundvallar inntöku nemenda í framhaldsskóla eins og verið hefur undanfarin ár. Þar sem ný lög tóku ekki gildi fyrr en í sumar reyndist ekki gerlegt að skipuleggja samræmd könnunarpróf er halda mætti nú í haust. Þess vegna mæla lögin fyrir um að könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði skuli haldin að vori 2009 fyrir þá nemendur sem nú eru á síðasta ári í grunnskóla. Grunnskólanemendur sem áður hafa þreytt samræmd lokapróf skulu þreyta samræmd könnunarpróf í íslensku, ensku og stærðfræði. Frá og með skólaárinu 2009-2010 verða samræmd könnunarpróf haldin að hausti. Prófin verða sambærileg þeim sem tíðkast hafa í 4. og 7. bekk. Hvorki verða haldin sjúkrapróf né skipaðir trúnaðarmenn eins og tíðkaðist við framkvæmd samræmdra lokaprófa. Vakin er athygli á að samræmd könnunarpróf í 10. bekk eru einungis ætluð nemendum í viðkomandi árgangi. Loks vill ráðuneytið benda á að skv. 26. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla um val í námi eiga grunnskólanemendur rétt á að stunda nám í einstökum námsgreinum á framhaldsskólastigi samhliða námi í grunnskóla. Það er þó háð því að þeir hafi sýnt til þess fullnægjandi færni að mati skólastjóra viðkomandi grunnskóla, sem veitir nemendum heimild til slíks náms samkvæmt viðmiðum sem sett verða í aðalnámskrá grunnskóla. Afnám samræmdra lokaprófa á því ekki á nokkurn hátt að torvelda grunnskólanemendum að leggja stund á nám á framhaldsskólastigi.
Lesa meira

Skólabíll samræmduprófsdagana

Skólabíll fimmtudaginn 16. október og föstudaginn 17. október Aukaferðir vegna samræmdra prófa Hafnastræti / Glerhúsið 08:45 Aðalstræti  /Brynja 08:46 Aðalstræti / Duggufjara 08:47 Aðalstræti / Naustafjara 08:48 Krókeyrarnöf/Naustabraut 08:49 Stekkjartún 08:50 Stallatún / Lækjartún 08:51 Vallartún / Mýrartún 08:52 Sómatún / Sporatún 08:53 Kjarnagata / SVA v/leikskóla 08:54 Hjallatún  / Hamratún 08:55 Laugargata   / Brekkuskóli 08:56 Heim, fyrst í Naustahverfi og síðan Innbæ klukkan 12:30 SG
Lesa meira

Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum, sú staðreynd gjaldfellur aldrei.

Heimili og skóli - landssamtök foreldra taka heilshugar undir þau tilmæli sem fram hafa komið í dag um hófstillta umræðu um efnahagserfiðleika, samdrátt og niðurskurð í atvinnulífinu. Það fylgir því mikil ábyrgð að annast börn, hvar í stétt sem við stöndum. Virðum líðan og tilfinningar barnanna, völdum þeim ekki óþarfa áhyggjum með óábyrgri, einsleitri umræðu. Ábyrgð, væntumþykja, tillitsemi, jákvæðni og von eru gildi sem vert er að virða og virkja á þeim óvissutímum sem nú eru í algleymingi. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum, sú staðreynd gjaldfellur aldrei. Aðgát skal höfð í nærveru sálar  F.h. Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra.  Sjöfn Þórðardóttir formaður. Afritað af vef: http://www.heimiliogskoli.is/
Lesa meira

Fréttabréf októbermánaðar

Þú nálgast fréttabréf októbermánaðar hér
Lesa meira

Litlu jól í Brekkuskóla

Frístund opnar kl.08:00 fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Nemendur í 2.,4.,6.og 8.bekk mæta klukkan 08:00 í heimastofur Klukkan 09:00 eiga allir að vera mættir á sal skólans, þar sem verður dansað í kringum jólatré. Skóladegi lýkur klukkan 10:00 og Frístund opnar þá fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Nemendur í 3.,7. og 9.bekk mæta klukkan 09:00 í heimastofur Klukkan 10:00 eiga allir að vera mættir á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur um klukkan 11:00 og Frístund verður opin fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Nemendur í 1.,5. og 10.bekk mæta klukkan 10:00 í heimastofur Klukkan 11:00 eiga allir að vera mættir á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur um klukkan 12:00 og Frístund verður opin fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. Eftir þennan dag eru nemendur komnir í jólafrí og mæta aftur í skólann þriðjudaginn 6.janúar 2009 samkvæmt stundaskrá Viðtalsdagur verður miðvikudaginn 14.janúar 2009 og verða boð send foreldrum á fyrsta skóladegi á nýjum ári.    
Lesa meira

Góð gjöf frá Foreldrafélagi Brekkuskóla

Skólanum hefur borist góð gjöf frá Foreldrafélagi Brekkuskóla. Það eru 100 endurskinsvesti með merki skólans á bakinu. Þetta kemur sér afskaplega vel þar sem kennarar eru töluvert að fara með nemendur gangandi í vettvangsferðir og gott að hafa nemendur vel sýnilega í umferðinni. Kærar þakkir fyrir okkur!
Lesa meira