Fréttir

Góður árangur nemenda á Frostmótinu 2009

Okkur langar að vekja athygli á góðum árangri nemenda skólans á Frostmótinu 2009, en nokkrir nemendur Brekkuskóla komust á verðlaunapall. Óskum við þeim hjartanlega til hamingju. Nánari upplýsingar má finn á vef Skautafélags Akureyrar. Við viljum gjarnan fá ábendingar um góðan árangur nemenda Brekkuskóla á sviði íþrótta og tómstunda og hvetjum við ykkur til að koma ábendingum til vefstjóra þess efnis.
Lesa meira

Frá skóladeild - viðhorfskönnun á viðtalsdegi

Akureyri 6. janúar 2009 Ágætu foreldrar barna í grunnskólum! Í samræmi við áherslur sem settar eru fram í skólastefnu Akureyrarbæjar hefur skólanefnd haft frumkvæði að því að gera viðhorfskannanir í grunnskólum bæjarins. Tilgangur viðhorfskannanna er að kanna hversu ánægðir foreldrar eru með starf grunnskólanna og starfsaðstæður þeirra. Þátttaka foreldra í könnununum er því mjög mikilvæg svo sjá megi hvaða viðhorf þið hafið til starfsemi skólanna, bæði þess sem vel er gert og þess sem má bæta. Þátttaka foreldra er því ein leið til að hafa áhrif, því niðurstöður kannananna hafa alltaf verið grundvöllur umræðna um það sem betur má fara í skólastarfinu og hvernig megi styrkja það sem vel er gert. Vinnum saman að því að gera góða skóla betri.   Gunnar Gíslason fræðslustjóri.
Lesa meira

Jólakveðja

Okkar bestu jólakveðjur og ósk um gleði og frið á nýju ári 2009.                                                                                         Starfsfólk Brekkuskóla        
Lesa meira

Jólaleyfi

Jólaleyfi Brekkuskóla hófst eftir Litlu jólin 19. desember 2008. Nemendur mæta aftur í skólann þriðjudaginn 6.janúar 2009 samkvæmt stundaskrá. Viðtalsdagur verður miðvikudaginn 14.janúar 2009 og verða boð send foreldrum á fyrsta skóladegi á nýjum ári.
Lesa meira

Góð gjöf frá foreldrafélagi Brekkuskóla

Í dag barst okkur gjöf frá foreldrafélagi Brekkuskóla sem eru 100 stykki endurskinsborðar merktir skólanum. Er þetta góð viðbót við vestin sem félagið afhenti okkur nú í haust. Við erum afar þakklát fyrir þennan góða styrk og fyrir allan stuðning í þeim verkefnum sem liggja fyrir í skólastarfi Brekkuskóla. Nemendur, stjórnendur og starfsfólk Brekkuskóla 
Lesa meira

Fréttabréf nóvember - desember er komið út

Fréttabréf Brekkuskóla fyrir nóvember - desember 2008 er komið út.  Fréttabréfið má nálgast hér á síðunni.
Lesa meira

Dansleikir í skólanum á vegum 10. bekkinga

  10. bekkingar hafa skipulagt dansleiki í sal skólans. Þar verður meðal annars farið í: ·  ásadans ·  limbó ·  hókí pókí ·  stoppdans · ofl. skemmtilegt Áætlað er að ávöxtur, safi og smá nammigott verði innifalið í aðgangseyri sem verður 500 kr. Fimmtudagur 4. desember kl.16—18 fyrir 1. - 4. bekk Þriðjudaginn 16. desember kl. 17 - 18:30 fyrir 5. - 7. bekk Sjáumst hress og kát á ballinu! 10. bekkingar          
Lesa meira

Sungið í kirkjutröppunum

Í gær 1. desember var 90 ára afmæli fullveldisins Ísland. Af því tilefni var stefnumót allra barna í 1. og 2. bekk á Akureyri í kirkjutröppunum þar sem þau sungu lög og ljóð eftir Matthías Jochumson  og fleiri þekkt skáld okkar Akureyringa. Greinilegt var að nemendur höfðu æft sig vel heima og í skólanum því athöfnin þótti takast mjög vel. Nemendur og starfsfólk Brekkuskóla óskar öllum ánægjulegrar aðventuhátíðar.  
Lesa meira

Bryndís Rún Íslandsmeistari!

Sótt af vef Óðins http://www.odinn.is/ 24.okt. ´08                       Óðinn eignaðist í dag langþráðan Íslandsmeistara í sundi, þann fyrsta í fullorðinsflokki til fjölda ára. Þar var á ferð Bryndís Rún Hansen í 50 m flugsundi og í leiðinni setti hún aldursflokkamet stúlkna og Akureyrarmet stúlkna og kvenna. Raunar tvíbætti Bryndís Akureyrarmetið því það féll fyrst í undanrásum í morgun. Í úrslitasundinu lagði hún að velli Ólynpíufarana Ragnheiði Ragnarsdóttur og Sarah Blake Bateman. Ekki amalegur árangur. Til hamingju Bryndís Rún með frábæran árangur! Nemendur og starfsfólk Brekkuskóla
Lesa meira

Naustaskóli - forskráning

Að beiðni Ágústs Jakobssonar, skólastjóra Naustaskóla, sendum við neðangreint skeyti á foreldrahópinn. Pósturinn er sérstaklega ætlaður þeim sem búsettir eru í Naustahverfi og öðrum sem hugleiða að skrá börn sín í Naustaskóla. Kæru foreldrar Vakin er athygli á að búið er að opna heimasíðuna www.naustaskoli.is. Þar er að finna nokkuð af upplýsingum um skólann, húsnæðið og þann undirbúning sem fram hefur farið, en í framhaldinu munu svo upplýsingar um stefnu og starfshætti skólans birtast á síðunni. Þar sem formleg skráning í skóla á Akureyri fer ekki fram fyrr en eftir áramót, en engu að síður er orðið knýjandi að vita hve margir hugsa sér að skrá börn sín í skólann, bið ég ykkur um að kíkja á heimasíðuna og smella þar á hnapp sem merktur er "Forskráning í Naustaskóla". Einnig er hægt að fara beint á slóðina hér  til að opna skráningarsíðuna. Nánari upplýsingar er að finna á skráningarsíðunni og á heimasíðu skólans. Einnig er velkomið að hafa samband við undirritaðan ef spurningar vakna. Bestu kveðjur, Ágúst Jakobsson skólastjóri Naustaskóla agust@akureyri.is s: 460-1454 / 847-8812
Lesa meira