Frá skóladeild - viðhorfskönnun á viðtalsdegi

Akureyri 6. janúar 2009 Ágætu foreldrar barna í grunnskólum! Í samræmi við áherslur sem settar eru fram í skólastefnu Akureyrarbæjar hefur skólanefnd haft frumkvæði að því að gera viðhorfskannanir í grunnskólum bæjarins. Tilgangur viðhorfskannanna er að kanna hversu ánægðir foreldrar eru með starf grunnskólanna og starfsaðstæður þeirra. Þátttaka foreldra í könnununum er því mjög mikilvæg svo sjá megi hvaða viðhorf þið hafið til starfsemi skólanna, bæði þess sem vel er gert og þess sem má bæta. Þátttaka foreldra er því ein leið til að hafa áhrif, því niðurstöður kannananna hafa alltaf verið grundvöllur umræðna um það sem betur má fara í skólastarfinu og hvernig megi styrkja það sem vel er gert. Vinnum saman að því að gera góða skóla betri.   Gunnar Gíslason fræðslustjóri.