Til foreldra fermingarbarna

Tölvur hafa verið vinsælar fermingargjafir síðustu ár og því vilja Heimili og skóli og SAFT vekja athygli foreldra á að þó að barnið eignist sína eigin tölvu minnkar ekki ábyrgð foreldra hvað jákvæða, ábyrga og uppbyggilega notkun barna þeirra á nýmiðlum varðar. Leiðbeiningarnar má nálgast hér.

Í því samhengi sendum við foreldrum eftirfarandi heilræði sem er ætlað að styðja þá í því að kynnast netinu með börnum sínum og leiðbeina þeim um örugga netnotkun. Við viljum líka nota tækifærið og benda á heimasíðu SAFT en þar má finna ýmsan fróðleik og gagnlegar leiðbeiningar sem við kemur jákvæðri og öruggri netnotkun.