Úr barnaverndarlögum:
Útivistartími barna.
° Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum.
Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá
viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir.
° Aldursmörk þessa ákvæðis miðast við fæðingarár en ekki fæðingardag.
Skyldur foreldra og forráðamanna.
° Foreldrar eða forráðamenn barna skulu sjá til þess að börn hlíti ákvæðum þessa kafla um útivistartíma og
virði aldursmörk og annað í því sambandi. Þeim ber jafnframt, eftir því sem í þeirra valdi er, að vernda börn gegn ofbeldis-
og klámefni eða öðru slíku efni, m.a. með því að koma í veg fyrir aðgang þeirra að því.
Svenfþörf barna.
Af gefnu tilefni er rétt að minna á að þrátt fyrir breytingu á útisvistarreglum hefur svefnþörf barna ekki breyst. Það er mikil freisting að vera úti á kvöldin eftir að fór að birta og ekki skemmir góða veðrið fyrir. Við verðum að hafa í huga að börnin eiga langan vinnudag fyrir höndum og þurfa sína hvíld.
5 til 8 ára 10 - 12 klst.
9 til 12 ára 10 - 11 klst.
13 til 15 ára 9 - 10 klst.
Þeir sem ekki fá nægan svefn og hvíld safna upp ,,svefnskuld", jafnvel þó svo að þeim finnist þeir úthvíldir og alls ekki í þörf fyrir að sofa lengur.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is