Úrslit - 5.ÞG vann!

Bergþóra aðstoðarskólastjóri að afhenda 5. ÞG verðlaunin
Bergþóra aðstoðarskólastjóri að afhenda 5. ÞG verðlaunin
Vikuna 12. - 16. september var gönguátak í skólanum þar sem efnt var til göngukeppni milli árganga.  Nemendur fengu hvatningu íþróttakennara til að ganga eða hjóla í skólann þessa viku og merktu umsjónarkennarar við alla vikuna hverjir komu gangandi eða hjólandi.  Sá árgangur sem stóð sig best var 5. ÞG og fékk bekkurinn í dag viðurkenningu frá íþróttakennara og skólastjórnendum. Viðurkenningin voru forláta gullskór sem listgreinakennarar höfðu útbúið. Nemendurnir í 5. ÞG gengu eða hjóluðu í 99% tilvika. Almennt um átakið má segja að þátttaka hafi verið góð og skiptist árangur eftir stigum sem hér segir: Yngsta stig 95%, miðstig 85,4% og elsta stig 88,2%. Nemendur og starfsfólk skólans er áfram hvatt til að ganga eða hjóla í skólann. Sjá nánar um átakið á landsvísu á http://www.gongumiskolann.is/