05.10.2011
Í dag gleðjast margir nemendur yfir nýföllnum, fyrsta snjó vetrarins. Þá er rétt að minna á hvernig við bregðumst við
snjókasti á skólalóðinni, en margir nemendur leika sér við það að kasta snjóboltum. Snjókast á skólalóð
er leyft við körfuboltaspjöldin norðan megin við skólann, á pallinum þar og á malbikaða vellinum. Snjókast er alls ekki leyfilegt á
öðrum svæðum. Aldrei má kasta snjóboltum í átt að skólanum þar sem gluggar eru.
Af gefnu tilefni er einnig rétt að minna nemendur og foreldra á að huga vel að öllum öryggisútbúnaði í umferðinni s.s.
ljósum og endurskini. Sjá nánar á vef Umferðastofu.