22.05.2015
Brekkuskóli sigraði í þremur árgöngum af fjórum á UFA grunnskólamótinu nú í vikunni. Það voru 4., 6.
og 7. árgangur sem lentu hvorki meira né minna í 1. sæti! Við óskum nemendum og kennurum þeirra innilega til hamingju með þennan
frabæra árangur.
Aðrir keppendur stóðu sig einnig vel og sýndu prúðmannlega framkomu og drengilega keppni. Samanlagt má segja að við höfum sigrað
mótið!
Við erum svo stollt af ykkur öllum!
Stjórnendur og starfsfólk Brekkuskóla
Lesa meira
22.05.2015
Brekkuskóla hefur hlotið Erasmus+ styrk í flokknum „Nám og þjálfun“. Upphæð styrksins er ríflega 27 þúsund evrur
og er verkefni til tveggja ára.
Í ummælum matsaðila segir meðal annars: „Skólinn virðist hafa metnaðarfulla alþjóðastefnu og því áhugavert að
styrkja svona verkefni. Sérstaklega áhugavert er ,,job shadowing" í Svíþjóð þar sem foreldrar eru virkjaðir.“
Umsóknin hlaut 90 stig af 100 mögulegum. Styrkféð verður nýtt til endurmenntunar starfsfólks.
Lesa meira
21.05.2015
Við erum rík af foreldrum í Brekkuskóla. Margir þeirra hafa komið við hjá okkur og glatt börnin og frætt á ýmsan hátt
í gegnum tíðina. Ein slík heimsókn var hjá 1. árgangi í morgun þegar Hjalti Jónsson, einn faðirinn í árgangnum leit
við með gítarinn í samverustund og tók með nemendum og kennurum lagið. Það var hress hópur sem kallaði á vorið þennan
morguninn.
Sjá myndskeið.
Lesa meira
21.05.2015
Fimmtudaginn 21. maí 2015 fór fram upplestrarhátíð í 4. bekk. Hátíðin er liður í því að efla börnin í
að koma fram og lesa upphátt fyrir áheyrendur. Hátíðin var blanda af upplestri, kórlestri og tónlistaratriðum.
Aðstandendum barnanna var boðið á sal til að hlusta og var vel sótt.
Myndir frá hátíðinni
Lesa meira
19.05.2015
Skólasafnvörðurinn okkar hún Sigríður Margrét Hlöðversdóttir hefur sett upp facebooksíðu fyrir safnið þar sem hún
vekur athygli á bókum, rithöfundum, verkefnum ofl. Endilega like-ið síðuna og bætist í hóp þeirra sem vilja fylgjast með
því sem er að gerast á skólasafninu.
Facebooksíða skólasafns Brekkuskóla "Gaman og gagn á skólasafni"
Lesa meira
19.05.2015
Fréttabréf Brekkuskóla fyrir maí/júní er komið út. Í blaðinu er að finna pistil
frá skólastjóra, reglur um hjólaleiktæki, 3. hluta niðurstaðna frá skólaþingi, gjöf frá foreldrafélaginu að
ógleymdu viðburðadagatali.
Tapað - fundið
Við bendum foreldrum á að óskilamunir verða lagðir fram á borð á göngum á næstunni. Hvetjum við ykkur til að koma við og
skoða hvort þið kannist við eitthvað af þeim.
Fréttabréf maí/júní 2015
Lesa meira
15.05.2015
Myndir frá Brekkuskólaleikunum eru komnar á vefinn okkar. Dagurinn var mjög vel heppnaður og nemendur almennt virkir og
glaðir.
Lesa meira
09.05.2015
Hópur kennara og nemenda úr Brekkuskóla er nú staddur í Lettlandi á vegum Nordplus verkefnisins sem Brekkuskóli er þátttakandi í
ásamt Noregi og Lettalandi. Hópurinn fór í gær í svokallaðan Tarsangarð. Nánar um
verkefnið á vefsíðu verkefnisins og á facebooksíðu hópsins.
Lesa meira
08.05.2015
Vonast til að sjá ykkur sem flest á opnun sýningarinnar Sköpun bernskunnar kl. 15, laugardaginn 9. maí, í Ketilhúsinu í Listagilinu.
Hér með vil ég þakka frábært samstarf allra myndmenntakennara í grunnskólum bæjarins við okkur í Listasafninu á
Akureyri.
Safnfræðslu er best að panta á netfanginu palina@listak.isVið höfum opið alla virka daga frá kl. 8-17 fyrir
safnafræðslu og byrjað er nú þegar að panta tíma. Sýningin er ótrúlega fjölbreytt og lífleg og hentar vel öllum
skólastigum.
Með bestu kveðjum,
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Fræðslufulltrúi Listasafnsins á Akureyri
Lesa meira
08.05.2015
Foreldrafélag Brekkuskóla kom færandi hendi í vikunni með útileikföng. Um er að ræða húlla hopp hringi, handbolta, brennibolta og
snú-snú bönd. Starfsfólk og nemendur Brekkuskóla þakka kærlega fyrir gjöfina sem á örugglega eftir að koma sér vel í
útiverunni. Takk, takk.
Lesa meira