Fréttir

Siljan - myndbandakeppni

Barnabókasetur stendur fyrir myndbandasamkeppni fyrir nemendur í 5.-10. bekk grunnskóla. Keppt er í tveimur flokkum, 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Markmiðið er að hvetja börn og unglinga til að lesa og tjá sig um bækurnar sem þau lesa. Með því að gera lestur barna og unglinga sýnilegri og virkja hina ungu lesendur til jafningjafræðslu getum við fjölgað lestrarhestunum - fengið fleiri til að brokka af stað - og gert lestur að spennandi tómstundaiðju. Ekki veitir af! Nemendur geta unnið einir eða í hópi. Fjalla skal um eina barna- eða unglingabók að eigin vali í hverju myndbandi. Bókin þarf að hafa komið út á íslensku á árunum 2014-2015. Myndböndin skulu vera 2-3 mínútur að lengd. Vista skal myndböndin á netinu (til dæmis youtube.com) og senda slóðina og upplýsingar um höfunda til barnabokasetur@unak.is  Skilafrestur rennur út 20. mars.Sjá nánar á barnabokasetur.is
Lesa meira

100 daga hátíð hjá 1. bekk

Í síðustu viku hélt 1. árgangur upp á það að 100 dagar eru liðnir af skólagöngu þeirra. Þau töldu góðgæti í kramarhús 10x10 stk. eða samtals 100. Áður höfðu þau skreytt skólann og unnið með einingar, tugi og eitt hundrað á marga aðra vegu tengt skólastarfinu. Eitt af því sem þau gera allt frá fyrsta skóladegi er að telja skóladagana. Þegar 100 dagar eru liðnir er haldin hátíð þar sem þau fara um skólann syngjandi og skemmta sjálfum sér og öðrum.  Hér eru nokkrar myndir frá deginum.
Lesa meira

4. bekkur á Listasafninu

Nemendur í 4. bekk brugðu sér á sýninguna Völundarhús plastsins í Listasafninu á Akureyri. Jonna – Jónborg Sigurðardóttir tók á móti hópnum og vakti athygli hans á því að hver manneskja getur lagt sitt af mörkum í umhverfismálum s.s. með endurnýtingu og notkun fjölnota innkaupapoka.  Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni. 
Lesa meira

Ýmsar myndir úr list- og verkggreinum

List- og verkgreinakennarar eru duglegir að mynda afrakstur nemenda, hér er að finna fleiri myndir frá þessu skólaári.
Lesa meira

Skákmót Brekkuskóla

Brekkskælingar héldu skákdaginn hátíðlegan þann 26. janúar með því að efna til meistaramóts skólans. Mótið tókst mjög vel og tefldu 13 nemendur um meistaratitil skólans. Tefldar voru fimm umferðir og urðu úrslitin þessi: 1. Tumi Snær Sigurðsson, 8. bekk2. Gabríel Freyr Björnsson, 6. bekk 3. Brynja Karitas Thoroddsen, 4. bekk  
Lesa meira

Böll fyrir 1.-4. og 5.-7. bekk

Fimmtudaginn 4. febrúar verða böll sem 10. bekkur stendur fyrir og er liður í fjáröflun fyrir skólaferðalagið. 1. - 4. bekkur kl. 16.00-17.30. Verð 500.- kr. inn, popp og svali fylgja miða. Gengið er inn um aðalinngang. 5. - 7. bekkur kl. 18.00-20.00  Verð. -500 kr. inn, sjoppan opin. 10. bekkingar sjá um að spila skemmtilega tónlist. Gengið er inn um aðalinngang.  
Lesa meira

menntabúðir í Brekkuskóla

Þriðjudaginn s.l. voru haldnar menntabúðir í Brekkuskóla. Viðfangsefnið menntabúðanna  var upplýsingatækni og einstaklingsmiðun. Um 80 manns sóttu menntabúðirnar og komu þátttakendur víða að s.s. Dalvík og Húsavík. Markmið menntabúðanna er að gefa kennurum og þeim sem hafa áhuga kost á að miðla reynslu sinni af notkun upplýsingatækni og læra hver af öðrum. Fleiri myndir hér. Fjölbreyttar menntabúðir voru í boði en kennarar voru einnig hvattir til að deila reynslu sinni og þekkingu. Einni menntabúð var stýrt af nemendum Brekkuskóla. PuppetPals - forrit til að búa til myndasögur Bráðger börn og upplýsingatækni í námi OSMO hugbúnaðurinn - reynir á hug, hönd og rökhugsun. Quizlet - forrit til að búa til spurningaspjöld (flip cards) Sound Cloud og Vacaroo - forrit til að taka upp hljóðskrár sem hægt er að tengja við bækur, próf eða skoðanakannanir með QR kóða. Foxit Reader og Scanner - forrit til að skanna texta og vinna með í tölvu t.d. skrifleg verkefni og vinnnubækur eða pdf. skjöl. Einnig verður fjallað um hvernig sækja má hljóðbækur í snjalltæki. Forrit í sérkennslu.  
Lesa meira

Samtöl 19. og 20. janúar

Þriðjudaginn 19. janúar og miðvikudaginn 20. janúar 2016 eru samtalsdagar hér  í Brekkuskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga.  Foreldrar bóka sig í samtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is.   Þá er farið inn á fjölskylduvef Mentor og smellt á hlekk sem birtist hægra megin á síðunni - "bóka foreldraviðtal".Leiðbeiningar má nálgast hér ef lykilorð aðstandenda vantar eða er glatað: https://www.youtube.com/watch?v=ifwOntk280M Greinargóðar leiðbeiningar vegna bókunar í samtöl má finna á slóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g Ef þið lendið í vandræðum eða óskið eftir aðstoð við þetta er um að gera að hafa samband við ritara skólans.  Ef þið finnið alls enga tímasetningu sem ykkur hentar biðjum við ykkur um að hafa beint samband við viðkomandi umsjónarkennara.
Lesa meira

1. bekkur kvaddi ljótu orðin á táknrænan hátt.

1. bekkur hittist fyrir utan skólann í gær og kvaddi öll ljótu orðin sem nemendur kunnu á táknrænan hátt. Með aðstoð slökkviliðsmanns voru ljótu orðin (sem skrifuð höfðu verið á miða) sett í þar til gerðan pott. Kveikt var í þeim sem voru endalok þeirra. Á nýja árinu 2016 ætla nemendur að vera duglegir að nota öll þau jákvæðu og gleðilegu orð sem þeir kunna. Fleiri myndir hér.
Lesa meira

Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 5. janúar

Mánudaginn 4. janúar er starfsdagur í Brekkuskóla og þriðjudaginn 5. janúar er skóli samkvæmt stundaskrá.Starfsfólk Brekkuskóla óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Lesa meira