Fréttir

Eldvarnarfræðsla hjá 3. bekk

Í gær kom Slökkviðliðið í heimsókn til nemenda í 3.  bekk með eldvarnarfræðslu. Að því loknu fóru allir út  að skoða sjúkrabíl og meira að segja voru sírenur látnar hljóma örstutt. Fleiri myndir hér.
Lesa meira

ÁRSHÁTÍÐARUNDIRBÚNINGUR! Eftir Ragnheiði Lóu Snædal og Andreu Hansen.

Krakkarnir í Brekkuskóla voru mjög ákveðnir í árshátíðarundirbúningnum og allir lögðu sig fram um að gera sitt besta. Árshátíðarundirbúningurinn gekk vel og öll atriðin voru frábær. Sumir árgangar höfðu ekki mikinn tíma en atriðin voru framúrskarandi og vel leikin miðað við í hve mikilli tímaþröng þau voru unnin. Margir krakkarnir ákváðu atriðin sín sjálfir og voru mjög hugmyndaríkir og skapandi. Eldri árgangarnir skrifuðu leikritin sín sjálfir, þeir völdu sér hugmyndir og gerðu þær að veruleika og settu þær fram út frá eigin hugmyndum. Við fórum í fyrsta bekk og fengum að tala við tvo æðislega krakka og spurðum nokkurra spurninga um árshátíðina. Fyrsti bekkur gerði atriði með þremur lögum sem krakkarnir lærðu utan að og sungu af mikilli list. Krakkarnir eru mjög glaðir með atriðið sitt og finnst fyrsta árshátíðin sín mjög skemmtileg og hlakka til að fá að vera partur af henni þetta ár og öll hin sem tíminn gefur. Til að hrista aðeins upp í spurningunum spurðum við þau hver uppáhalds lögin þeirra eru og hverja þau myndu vilja leika. Lagið Golden boy úr Eurovision kom oft upp og ef til vill myndu þau vilja vera hinn eini sanni Svampur Sveinsson og spræku mörgæsirnar fjórar frá Madagaskar. Við spjölluðum við tvo krakka úr níunda bekk sem eru með kynjabreytta leikritið Mjallhvíti og dvergana sjö sem breytt var i Skjannahvítan og ömmurnar sjö. Hugmynd þeirra að leikritinu byrjaði með því að þau vildu vilja breyta um hlutverk á milli kynjanna, svo völdu þau söguna um Mjallhvíti sem grunn og kom það æðislega út. Þeim finnst atriðið sitt skemmtilegt og finnst gaman að sjá hvað öðrum líkar vel við það og þau eru stolt af sér fyrir að ná þessu svona vel. Við spurðum sömu spurninga og áður og fengum svörin James Bond og fallegu Adele sem á frægasta Hello orðið í nútímanum. Tíundi bekkur ákvað að hafa hinn gamla góða barnaþátt Latabæ og breyta honum í nútímaútgáfu. Fengnir voru fáeinir nemendur til að finna leikrit og skrifa það á stuttum tíma og gekk það eins og í sögu. Báðum nemendunum sem við töluðum við finnst æðislegt á árshátíðinni en ekki ætlum við að ljúga, það skemmtilegasta við hana er að þurfa ekki að læra. Krakkarnir eru glaðir með atriðið sitt og finnst gaman að gera kúnstir á sviði og dansa. Svörin við spurningunum voru Leonardo Dicaprio, Lana Del Rey, Hákon Guðni og besta svarið var við hvern Ágúst Elvar væri til í að vera ef hann mætti vera hver sem er, þá valdi hann sjálfan sig. Sjötti bekkur er með ævintýralandið eins og hefðin er og eru þau mjög spennt yfir því og hlakka alveg hrikalega mikið til. Að mati þeirra tveggja nemenda sem við töluðum við er draugahúsið og þrautirnar skemmtilegast en auðvitað finnast þeim samt allt æðislegt á árshátíðinni. Svörin þeirra voru Little mix og gamli góði bítillinn John Lennon. Þegar farið var í þriðja bekk fengum við æðisleg svör. Þeim finnst atriðið sitt um himingeiminn æðislegt og svo gaman að fá að fræða aðra um geiminn. Þau lærðu líka margt og mikið og finnst gaman að fræðast um himininn. Báðum nemendunum sem við spurðum finnst skemmtilegt á árshátíðinni og hlakka til að fara í draugahúsið, tombóluna og auðvitað að sýna leikritið og syngja lögin. Svörin við skemmtilegu spurningum okkar voru frábær því ekki bara fengum við Svarið Pharell en lika Guns N Roses, Guð hvað krakkar eru töff. Fengum við líka að vita að krakkarnir elska Minions og væru sko til að vera þeir, helst samt King Bob. Okkar góða, skemmtilega og ekki má gleyma „Flawless“ skólastjóra henni Jóhönnu Maríu finnst allt skemmtilegt við árshátíðina en gleðin og spenningurinn er toppurinn. Hún er mjög glöð með öll atriðin og er stolt af því hve mikill metnaður er lagður í þau. Hissa vorum við þegar svar hennar við hvern hún væri til í að leika var Svampur Sveinsson en auðvitað er uppáhalds söngkonan æðislega dívan hún Tina Turner. Jóhanna ætlar að fara í tombóluna en er of smeik fyrir draugahúsið. Það er greinilegt að allir hafa gaman á árshátíðinni.
Lesa meira

Árshátíðarskipulag 12. nóvember 2015

Hér er heildarskipulagið fyrir árshátíð Brekkuskóla 12. nóvember 2015Sýningar og ýmsar uppákomur verða víðs vegar um skólann. Hin vinsæla “ævintýraveröld” með hlutaveltu, tívolíþrautum, draugahúsi, spákonu, andlitsmálun, bíó o.fl. verður á sínum stað. Að venju er það 6. bekkur sem sér um ævintýraveröldina þar sem safna fyrir ferð að Reykjum á næsta skólaári. Kaffihlaðborð 10. bekkja verður í matsal frá kl. 12:00 - 19:00.  Á hádegissýningunum verður sjoppa 10. bekkinga opin þar sem hægt verður að fá keyptar pylsur og drykk. Aðgangseyrir á árshátíðina er enginn. Helstu verð í fjáröflun 6. og 10. bekkinga: Kaffihlaðborð: 8.-10. bekkingar og fullorðnir 1000 kr. og börn í 1. -7. bekk 500 kr. (frítt fyrir nemendur á leikskólaaldri) Pylsur í hádegi kosta 300  kr. Drykkir eru á verðbilinu 100 - 250 kr. Ævintýraveröld: Hver miði kostar 100 kr.Rétt er að taka það fram að ekki er hægt að taka við greiðslum með kortum í skólanum. Nemendur mæta í skólann á árshátíðardag:1-3 bekkur kl: 08.00-13.10 og frístund tekur við4 og 5 bekkur mætir milli kl:  08.00-10-006-8 bekkur mætir kl: 10.009-10 bekkur mætir kl: 11.00 Sjáumst í skólanum á hátíðardegi!
Lesa meira

Safnað í tombólu fyrir árshátíðardag 12. nóvember

Núna er 6. bekkur að safna fyrir tombólu sem verður árshátíðardaginn 12. nóvember.  Það er velkomið mæta með dót og gefa því framhaldslíf á tombólunni. Tekið er við öllu með bros á vor. Kær kveðja, Arna, Frikki og nemendur í 6. bekk
Lesa meira

Siggi var úti...

Í tónmennt er 3. bekkur að vinna verkefni við lagið Siggi var úti með ærnar í haga.Fleiri myndir hér.
Lesa meira

Íslenska fiðlan og 5. bekkur

Íslenska fiðlan  (fleiri myndir hér) Nemendur í  5. bekk að prófa að spila á íslenska fiðlu sem var fyrsta hljóðfærið sem náði útbreiðslu hér á landi  á 16. eða 17. öld. Upphaflega hefur fiðlan að líkindum verið eintrjáningur, holaður að innan, og opinn á þeirri hliðinni, er niður var látin snúa; síðar var hún gerð úr þunnum fjölum, er venjulega voru negldar saman, en stundum saumaðar saman ef þær voru mjög þunnar. Upphaflega mun hafa verið aðeins einn strengur á fiðlunum, snúinn saman úr hrosshári; síðar breyttist þetta á ýmsan hátt, strengjunum var fjölgað; stundum voru þeir úr vír, stundum úr sauðargirni og stundum voru hafðir útlendir fíólínstrengir- Upphaflega voru fiðlurnar mjög einfaldar og skrautlausar, en síðar var farið að skreyta þær nokkuð, setja skrúfur og lykla á hausinn á þeim, í líkingu við það, sem var á útlendum fíólínum. Enginn efi er á því, að fiðlurnar hafa verið með talsvert mismunandi lagi.
Lesa meira

Alþjóðlegi bangsadagurinn þri 27. okt

Nemendur í 1.-10. bekk mega koma í náttfötum og eða með bangsa. Alþjóðlegi bangsadagurinn er haldinn hátíðlegur á bókasöfnum víða um heim. Dagurinn fellur ár hvert á fæðingardag Theodore(Teddy) Roosevelt fyrrverandi Bandaríkjaforseta.Sagan segir að Roosevelt hafi verið mikill skotveiðimaður og eitt sinn þegar hann var á veiðum hafi hann vorkennt litlum varnalausum húni og sleppt honum. Washington Post birti skopmynd af þessu atviki.Þá varð búðareigandi einn í Brooklyn í New York svo hrifinn af þessari sögu að hann bjó til leikfangabangsa sem hann kallaði í höfuðið á Teddy eða Teddy Bear.
Lesa meira

Haustfrí 23. og 26. október

Haustfrí Brekkuskóla verður föstudaginn 23. og mánudaginn 26. október.
Lesa meira

Brekkuskóli tekur þátt í Erasmus + verkefni.

Brekkuskóli er einn af sex skólum, frá jafnmörgum löndum, sem eru að hefja vinnu við þriggja ára samstarfsverkefni sem styrkt er af „The Erasmus + School Partnership“ (áður Comenius) og er fjármagnað af Evrópusambandinu. Dagana 13. til 16. október hittust þrettán kennarar frá samstarfslöndunum, Ítalíu, Danmörku, Wales, Spáni, Íslandi og Þýskalandi í Blücherskólanum í Wiesbaden í Þýskalandi. Af hálfu Brekkuskóla sátu Helga Sigurðardóttir og Sigríður Margrét Hlöðversdóttir fundinn. Verkefnið hefur hlotið nafnið Learn, Create and Communicate – Lærum, sköpum og spjöllum og byggir, eins og nafnið bendir til á því að nemendur læra um þjóðir og menningu samstafslandanna, skapandi hugsun og vinnubrögð og þjálfast í að hafa samskipti sín á milli í gegnum nútíma margmiðlun.
Lesa meira

Bingó í Brekkuskóla

10. bekkur heldur Bingó á sal Brekkuskóla þriðjudaginn 20. okt klukkan 18:00-20:00. Bingóspjad kr. 500.-Pylsa, gos eða svali kr. 500.-
Lesa meira