Fréttir

Safnað í tombólu fyrir árshátíðardag 12. nóvember

Núna er 6. bekkur að safna fyrir tombólu sem verður árshátíðardaginn 12. nóvember.  Það er velkomið mæta með dót og gefa því framhaldslíf á tombólunni. Tekið er við öllu með bros á vor. Kær kveðja, Arna, Frikki og nemendur í 6. bekk
Lesa meira

Siggi var úti...

Í tónmennt er 3. bekkur að vinna verkefni við lagið Siggi var úti með ærnar í haga.Fleiri myndir hér.
Lesa meira

Íslenska fiðlan og 5. bekkur

Íslenska fiðlan  (fleiri myndir hér) Nemendur í  5. bekk að prófa að spila á íslenska fiðlu sem var fyrsta hljóðfærið sem náði útbreiðslu hér á landi  á 16. eða 17. öld. Upphaflega hefur fiðlan að líkindum verið eintrjáningur, holaður að innan, og opinn á þeirri hliðinni, er niður var látin snúa; síðar var hún gerð úr þunnum fjölum, er venjulega voru negldar saman, en stundum saumaðar saman ef þær voru mjög þunnar. Upphaflega mun hafa verið aðeins einn strengur á fiðlunum, snúinn saman úr hrosshári; síðar breyttist þetta á ýmsan hátt, strengjunum var fjölgað; stundum voru þeir úr vír, stundum úr sauðargirni og stundum voru hafðir útlendir fíólínstrengir- Upphaflega voru fiðlurnar mjög einfaldar og skrautlausar, en síðar var farið að skreyta þær nokkuð, setja skrúfur og lykla á hausinn á þeim, í líkingu við það, sem var á útlendum fíólínum. Enginn efi er á því, að fiðlurnar hafa verið með talsvert mismunandi lagi.
Lesa meira

Alþjóðlegi bangsadagurinn þri 27. okt

Nemendur í 1.-10. bekk mega koma í náttfötum og eða með bangsa. Alþjóðlegi bangsadagurinn er haldinn hátíðlegur á bókasöfnum víða um heim. Dagurinn fellur ár hvert á fæðingardag Theodore(Teddy) Roosevelt fyrrverandi Bandaríkjaforseta.Sagan segir að Roosevelt hafi verið mikill skotveiðimaður og eitt sinn þegar hann var á veiðum hafi hann vorkennt litlum varnalausum húni og sleppt honum. Washington Post birti skopmynd af þessu atviki.Þá varð búðareigandi einn í Brooklyn í New York svo hrifinn af þessari sögu að hann bjó til leikfangabangsa sem hann kallaði í höfuðið á Teddy eða Teddy Bear.
Lesa meira

Haustfrí 23. og 26. október

Haustfrí Brekkuskóla verður föstudaginn 23. og mánudaginn 26. október.
Lesa meira

Brekkuskóli tekur þátt í Erasmus + verkefni.

Brekkuskóli er einn af sex skólum, frá jafnmörgum löndum, sem eru að hefja vinnu við þriggja ára samstarfsverkefni sem styrkt er af „The Erasmus + School Partnership“ (áður Comenius) og er fjármagnað af Evrópusambandinu. Dagana 13. til 16. október hittust þrettán kennarar frá samstarfslöndunum, Ítalíu, Danmörku, Wales, Spáni, Íslandi og Þýskalandi í Blücherskólanum í Wiesbaden í Þýskalandi. Af hálfu Brekkuskóla sátu Helga Sigurðardóttir og Sigríður Margrét Hlöðversdóttir fundinn. Verkefnið hefur hlotið nafnið Learn, Create and Communicate – Lærum, sköpum og spjöllum og byggir, eins og nafnið bendir til á því að nemendur læra um þjóðir og menningu samstafslandanna, skapandi hugsun og vinnubrögð og þjálfast í að hafa samskipti sín á milli í gegnum nútíma margmiðlun.
Lesa meira

Bingó í Brekkuskóla

10. bekkur heldur Bingó á sal Brekkuskóla þriðjudaginn 20. okt klukkan 18:00-20:00. Bingóspjad kr. 500.-Pylsa, gos eða svali kr. 500.-
Lesa meira

Brekkuskólapeysur

Við í 10. bekk erum að selja skólapeysur til söfnunar fyrir skólaferðalagið okkar. Hver peysa kostar 6000.- kr.                     Mátunar/pöntunardagur verður í dag fimmtudag 15. október frá kl. 16-18.    Engar peysur verða seldar eftir áramót.                                                         Greiða þarf við pöntun, því miður er enginn posi. Bestu kveðjur - peysunefndin
Lesa meira

Gullskórinn Göngum í skólann.

Gullskórinn í ár fór til 7. BG en nemendur þar komu gangandi í skólann alla dagana sem verkefnið var í gangi. Frábær frammistaða hjá þeim.
Lesa meira

Gjöf frá Íþóttafélaginu Akri

Íþróttafélagið Akur kom færandi hendi og gaf Brekkuskóla tvo forláta borðtennisspaða að gjöf.
Lesa meira