Fréttir

Valgreinar í 8. - 10. bekk

Kynning á valgreinum og umsóknareyðublöð um valgreinar fyrir skólaárið 2015 - 2016 er komið á vefinn.
Lesa meira

Starfsdagur 24. apríl

Föstudaginn 24. apríl er starfsdagur í Brekkuskóla. Þá eiga nemendur frí frá skólastarfi. Frístund verður lokuð fyrir hádegi þennan dag.
Lesa meira

Sumardagurinn fyrsti

     Gleðilegt sumar! Sumardagurinn fyrsti, einnig kallaður Yngismeyjardagur, er fyrsti dagur Hörpu, sem er fyrstur af sex sumarmánuðum í gamla norræna tímatalinu. Sumardaginn fyrsta ber alltaf upp á fimmtudag á tímabilinu frá 19.-25. apríl (það er fyrsta fimmtudag eftir 18. apríl). Sumardagurinn fyrsti var lengi messudagur eða til1744. Íslensk þjóðtrú segir að ef sumar og veturfrjósi saman boði það gott sumar, en með því er átt við að hiti fari niður fyrir frostmark aðfararnótt sumardagsins fyrsta. Í Sögu daganna - hátíðir og merkisdagar (bls. 50, 2. útg., 1977) eftir Árna Björnsson, þjóðháttafræðing, segir um sumardaginn fyrsta:
Lesa meira

Morgunmóttaka í 6. bekk

Morgunmóttaka kl. 8 - 9. Sjá nánar í vikupósti umsjónarkennara. Nemendur og kennarar kynna "Gæðaveröldina" sem er eitt verkfæri uppbyggingarstefnunnar. Brauðbollur og kaffi verður selt í matsal skólans að aflokinni kynningu. Verðskrá: Brauðbollur 350 kr. Kaffi 100 kr. Ágóði sölunnar rennur í ferðasjóð nemenda í 10. bekk. Kveðjum veturinn saman - gleðilegt sumar.
Lesa meira

Morgunmóttaka í 9. og 10. bekk

Morgunmóttaka í 9. og 10. bekk þriðjudaginn 14. apríl kl. 8:00 - 9:00. Nemendur og foreldrar fengu kynningu á því hvernig við getum nýtt okkur verkfæri uppbyggingastefnunnar um GÆÐAVERÖLDINA til að velta fyrir okkur hvernig við viljum hafa umhverfið sem við lifum í. Í morgunmóttökunni að þessu sinni var umræðan um það hvernig við viljum hafa skólann okkar. Til að leita svara við því voru lagðar fram spurningar sem nemendur svöruðu. Nemendum og kennurum var skipað í 15 hópa þar sem þrjár eftirfarandi spurningar voru ræddar: 1. Hvað einkennir góðan skóla? 2. Hvað finnst mér mikilvægast í samskiptum? 3. Hvað getum við gert til að ná þessu fram? Hóparnir skrifuðu niðurstöður hópanna á miða og skiluðu á veggspjald. Stefnt er að því að vinna með niðurstöðurnar áfram í umsjónartímum bekkja. Myndir frá hópvinnunni Kærar þakkir fyrir samveruna. Nemendur og starfsfólk í 9. - 10. bekk
Lesa meira

Söngsalur í apríl

Söngsalur verður dagana 15. - 17. apríl næstkomandi sem hér segir: 15. apríl kl. 11:30 - 9. - 10. bekkur16. apríl kl. 08:00 - 7. - 8. bekkur 16. apríl kl. 10:20 - 5. - 6. bekkur 17. apríl kl. 12:40 - 1. - 3. bekkur Sigríður Hulda Arnardóttir tónmenntakennari stýrir söngsal.
Lesa meira

Viðurkenning skólanefndar

Tilnefningar fyrir skólaárið 2014-2015 skulu berast rafrænt fyrir 20. apríl næstkomandi. Viðurkenningar verða afhentar við hátíðlega athöfn í maí og verður nánari dagsetning um viðburðinn send út síðar. Skólanefnd hefur frá árinu 2010 veitt einstaklingum og/eða stofnunum sem skarað hafa fram úr, viðurkenningar við hátíðlega athöfn. Veittar eru viðurkenningar í tveimur flokkum, annars vegar skólar/kennarahópar/kennari og hins vegar nemendur.
Lesa meira

Drekameistarar

Drekameisturum fjölgar enn. Hér eru myndir af nokkrum þeirra sem hafa hlotið nafnbótina að undanförnu. Á skólasafni Brekkuskóla hafa nokkrir bókatitllar verið listaðir upp í þrjár mismunandi "drekagráður". Nemandi tekur þátt með því að merkja við þær bækur sem hann hefur lesið í gráðunni sem hann velur sér. Þegar hann hefur lokið við að lesa þær allar fær hann drekameistaratitil!  Sjá nánar um drekagráðurnar hér.
Lesa meira

Frá fræðslustjóra

Formaður SAMTAKA vakti máls á mötuneytismálum í skólum bæjarins. Hér birtist svar fræðslustjóra Soffíu Vagnsdóttur. Myndin er sótt á vef Vikudags www.vikudagur.is
Lesa meira

Dagur barnabókarinnar

Sögu verður útvarpað fimmtudaginn 9. apríl kl. 09:10 í tilefni dagsins. Frá Upplýsingaveri: Á hverju ári standa alþjóðasamtök IBBY fyrir degi barnabókarinnar – tilefni sem er nýtt til þess að vekja athygli á bókum handa börnum og bóklestri barna.  Íslandsdeild samtakanna heldur sem fyrr upp á daginn með því að færa öllum grunnskólanemum landsins smásögu að gjöf. Í ár hefur Gunnar Helgason skrifað söguna Lakkrís – eða Glæpur og refsing sem hentar lesendum á aldrinum sex til sextán ára. Námsefnisveitan www.123skoli.is hefur útbúið  fjölbreyttan verkefnapakka með sögu Gunnars sem hentar ólíkum aldurshópum. Hægt er að sækja rafglærur, verkefni og ítarefni endurgjaldslaust á www.123skoli.is.  Sögunni verður útvarpað í flutningi höfundar á Rás 1 kl. 9:10 og tekur flutningurinn rúmar 15 mínútur. Sagan verður aðgengileg á vef RÚV strax að lestri loknum.
Lesa meira