Fréttir

100 daga hátíð

Í síðustu viku hélt 1. árgangur upp á það að 100 dagar eru liðnir af skólagöngu þeirra. Þau töldu góðgæti í kramarhús 10x10 stk. eða samtals 100. Áður höfðu þau föndrað 100 blóm sem þau skreyttu skólann með og einnig höfðu þau unnið með einingar, tugi og eitt hundrað á marga aðra vegu tengt skólastarfinu. Eitt af því sem þau gera allt frá fyrsta skóladegi er að telja skóladagana. Þegar 100 dagar eru liðnir er haldin hátíð þar sem þau fara um skólann syngjandi og skemmta sjálfum sér og öðrum. Hér má finna myndir frá hátíðinni.
Lesa meira

Alþjóðalegi netöryggisdagurinn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag 10. febrúar. Bendum á fræðslu um málefnið á www.saft.is
Lesa meira

112 dagurinn

112 dagurinn verður 11. febrúar.  Markmið 112 dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur getur sótt sér. Mikilvægt er að rifja reglulega upp númerið með börnum en eitt það mikilvægasta í skyndihjálp er að hringja í 112. Innanhússsímanúmer skólahjúkrunarfræðings Brekkuskóla er einnig 112
Lesa meira

Dagur stærðfræðinnar

Hugmyndir að verkefnum eru á flotur.net Þessi dagur er einnig tileinkaður leikskólum.
Lesa meira

Fréttabréf - febrúar

Í febrúar leggjum við áherslu á gildið "samkennd" og er pistillinn í fréttabréfinu að þessu sinni frá Stellu deildarstjóra. Hún fjallar m.a. um þær kannanir sem lagðar eru fyrir reglulega og mikilvægi þess að skólasamfélagið taki þátt í þeim. Viðburðardagatalið er á sínum stað og niðurstöður foreldra af námskeiðinu 1 - 5 - 8 frá því í haust eru birtar. Við erum stolt af útkomunni og greinum í henni bæði ánægju og raunsæi foreldrahópsins. Það er gott veganesti fyrir okkur sem í skólanum starfa. Fréttabréfið febrúarmánaðar
Lesa meira

Rithöfundaklúbbur

Nú er tími Ævars vísindamanns liðinn sem lestrarátaks og Rithöfundaklúbbur tekur nú við. Rithöfundaklúbburinn virkar þannig að nemendur velja sér höfund og lesa 5 bækur eftir hann og fá þá viðurkenningarskjal. Á bókasafninu er búið að hengja upp tillögur að höfundum en nemendur mega stinga upp á öðrum höfundum. Þetta er hugsað sem ákveðin leið til að kynna rithöfunda. Hér er slóð á kynningu fyrir verkefnið ef þið viljið nýta ykkur og ég get líka komið í bekki og kynnt verkefnið. Síðan vil ég minna á Drekaklúbbinn sem er enn í gangi Bestu kveðjur, Sigríður Margrét upplýsingaveri Brekkuskóla
Lesa meira

Vöfflukaffi og peysumátun

Vöfflukaffi. Á samtalsdögunum ætla 10.bekkingar að vera með vöfflukaffi í matsal. Vaffla og drykkur kr. 500 Brekkuskólapeysur. Einhver eftirspurn hefur verið eftir Brekkuskólapeysunum sem seldar voru í haust. Hægt verður að máta og panta á samtalsdögunum. Verðið á þeim er 6000 kr. Ath. enginn posi er á staðnum. 10.bekkur
Lesa meira

Námsframvindusamtöl

Þriðjudaginn 3. febrúar og miðvikudaginn 4. febrúar2014 eru samtalsdagar hér  í Brekkuskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga.  Á síðasta skólaári prófuðum við nýtt fyrirkomulag á niðurröðun samtala sem felur í sér að foreldrar sjálfir bóka sig í samtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is.   Þá er farið inn á fjölskylduvef mentor og smellt á hlekk sem birtist hægra megin á síðunni - "bóka foreldraviðtal". Greinargóðar leiðbeiningar vegna þessa má finna á slóðinni: https://www.youtube.com/watch?v=lLHx3ngQD6g
Lesa meira

Fræðsla um örugga netnotkun í 6. árgangi

Fræðsla á vegum "SAFT" www.saft.is og "Heimili og skóli" www.heimiliogskoli.is  verður í 6. árgangi föstudaginn 30. janúar 2015. Fræðslan er um jákvæða og örugga netnotkun. MYNDIR
Lesa meira

Snjalltækjanotkun barna og unglinga

Málþing verður haldið í Hofi fimmtudaginn 29. janúar 2015 kl. 20:00 - 21:30 um snjalltækjanotkun barna og unglinga. Að málþinginu standa SAFT,  Heimili og skóli og Samtaka Sjá nánari dagskrá hér.
Lesa meira