07.04.2015
Drekameisturum fjölgar enn. Hér eru myndir af nokkrum þeirra sem hafa hlotið nafnbótina að undanförnu.
Á skólasafni Brekkuskóla hafa nokkrir bókatitllar verið listaðir upp í þrjár mismunandi "drekagráður". Nemandi tekur
þátt með því að merkja við þær bækur sem hann hefur lesið í gráðunni sem hann velur sér. Þegar hann hefur
lokið við að lesa þær allar fær hann drekameistaratitil! Sjá nánar um drekagráðurnar hér.
Lesa meira
07.04.2015
Formaður SAMTAKA vakti máls á mötuneytismálum í skólum bæjarins. Hér birtist svar
fræðslustjóra Soffíu Vagnsdóttur. Myndin er sótt á vef Vikudags www.vikudagur.is
Lesa meira
09.04.2015
Sögu verður útvarpað fimmtudaginn 9. apríl kl. 09:10 í tilefni dagsins.
Frá Upplýsingaveri:
Á hverju ári standa alþjóðasamtök IBBY fyrir degi barnabókarinnar – tilefni sem er nýtt til þess að vekja athygli á
bókum handa börnum og bóklestri barna. Íslandsdeild samtakanna heldur sem fyrr upp á daginn með því að færa öllum
grunnskólanemum landsins smásögu að gjöf. Í ár hefur Gunnar Helgason skrifað söguna Lakkrís – eða Glæpur
og refsing sem hentar lesendum á aldrinum sex til sextán ára. Námsefnisveitan www.123skoli.is hefur útbúið fjölbreyttan verkefnapakka með sögu Gunnars sem hentar ólíkum aldurshópum. Hægt er að sækja rafglærur,
verkefni og ítarefni endurgjaldslaust á www.123skoli.is. Sögunni verður útvarpað í flutningi höfundar á Rás 1 kl. 9:10 og tekur
flutningurinn rúmar 15 mínútur. Sagan verður aðgengileg á vef RÚV strax að lestri loknum.
Lesa meira
09.04.2015
Fimmtudaginn 9. apríl verða böll sem 10. bekkur stendur fyrir og er liður í fjáröflun fyrir skólaferðalagið.
1. - 3. bekkur kl. 16.00-17.30
Verð 500.- kr. inn, popp og svali fylgja miða.
Gengið er inn um aðalinngang.
4. - 6. bekkur kl. 18.00-20.00
Verð. -500 kr. inn, sjoppan opin þar sem seld verður pizzusneið og svali/gosdós á 500.- kr. eða tilboð 2 pizzusneiðar og
svali/gosdós á kr. 700.-
Gengið er inn um aðalinngang.
Lesa meira
07.04.2015
Sigurður Freyr Þorsteinsson nemandi í 10. SGP
Brekkuskóla varð heimsmeistari með íslenska landsliði U18 í íshokkí laugardaginn 28. mars 2015. Við óskum Sigurði Frey innilega til
hamingju með titilinn.
Nánar á vef Skautafélags Akureyrar sem á fimm leikmenn í hópnum að þessu sinni en það eru þeir Róbert Guðnason, Halldór
Ingi Skúlason, Heiðar Örn Kristveigarson, Matthías Már Stefánsson og Sigurður Freyr Þorsteinsson.
Lesa meira
27.03.2015
Páskaleyfi hefst að afloknum skóladegi föstudaginn 27. mars 2015. Mæting nemenda eftir páskaleyfi er þriðjudaginn 7. apríl samkvæmt
stundaskrá. Starfsfólk Brekkuskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra ánægjulegra daga.
Lesa meira
27.03.2015
Í heimilisfræði í 3. HBP voru bakaðar páskasmákökur sem kallast "Trallakökur". Það voru vaskir sveinar sem kunnu vel til verka
þegar ljósmyndari leit við hjá þeim. Sjá myndir. Þeir þvoðu sér vel um hendur
áður en þeir hófust handa og líka eftir að hafa hnoðað og búið til kúlur úr deiginu. Þeir vöskuðu upp, þrifu
eftir sig og biðu svo rólegir efitir að kökurnar bökuðust með því að taka í spil. Það voru ekki margir sem áttu afgang af
kökunum þegar haldið var heim á leið eftir daginn :-) Gleðilega páska.
Lesa meira
25.03.2015
Fulltrúi foreldrafélags Brekkuskóla afhenti nemendum í 1. - 6. árgangi ísskápssegla með útivistarreglunum sem eru lögbundin skv. 92.
gr. laga nr. 80/2002. Útgáfa seglanna er styrkt af Akureyrarbæ, Saman hópnum, Samtaka á Akureyri og Lögreglunni á Akureyri.
Sýnishorn
Lesa meira
25.03.2015
Frá foreldrafélaginu:
Fyrirlestur í sal Brekkuskóla
fimmtudaginn 26. mars 2015 klukkan 20:00.
Ber það sem eftir er: Um sexting,
hefndarklám og netið“ er fræðsla fyrir foreldra um öryggi barna í stafrænum samskiptum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum ganga
nektarmyndir af íslenskum börnum manna á milli á netinu, en lögreglunni hefur reynst erfitt að bregðast við vandamálinu. Dreifingin er
stjórnlaus og netið gleymir engu. Sexting (að skiptast á nektarmyndum) meðal barna og unglinga eykur á vandann. Rík þörf er fyrir vitundarvakningu
– og upplýstir foreldrar eru besta forvörnin. Ef ekkert er aðhafst gætu fleiri börn lent í því að vera ber það sem eftir er á
netinu.
Aðgangur er ókeypis og allir foreldrar
eru hvattir til að mæta á fyrirlesturinn enda mikilvægt að kynna sér áskoranirnar sem fylgja tækninýjungum, jafnvel þótt börnin
séu enn ung að árum. Fræðslan er í höndum Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, höfundar verðlaunamyndanna
„Fáðu já!“ og „Stattu með þér!“ sem notaðar eru í kennslu í grunnskólum landsins. Styrktaraðili átaksins
er Vodafone.
Sjáumst
Samtaka og Foreldrafélag
Brekkuskóla
Wikipedia - sexting
Netið og
samfélagsmiðlar
Lesa meira
20.03.2015
Mikil spenna lá í loftinu þegar sólmyrkvinn var skoðaður af nemendum og starfsfólki. Sólmyrkvinn stóð yfir í um 2 klukkustundir og
sást hann afar greinilega. Nemendur og starfsfólk höfðu fengið sólmyrkvagleraugu að gjöf til að geta fylgst með þessu
náttúruundri en mjög mikilvægt er að nota hlífðargleraugu þegar horft er á þessa undraverðu sýningu.
Stjörnuskoðurnarfélagi Seltjarnaness, Stjörnufræðivefnum og Hótel Rangá eru færðar bestu þakkir fyrir að gera okkur þetta
kleift.
Fróðleikur af vef nams.is
Myndir frá sólmyrkvaskoðun í Brekkuskóla
Lesa meira