21.05.2015
Fimmtudaginn 21. maí 2015 fór fram upplestrarhátíð í 4. bekk. Hátíðin er liður í því að efla börnin í
að koma fram og lesa upphátt fyrir áheyrendur. Hátíðin var blanda af upplestri, kórlestri og tónlistaratriðum.
Aðstandendum barnanna var boðið á sal til að hlusta og var vel sótt.
Myndir frá hátíðinni
Lesa meira
19.05.2015
Skólasafnvörðurinn okkar hún Sigríður Margrét Hlöðversdóttir hefur sett upp facebooksíðu fyrir safnið þar sem hún
vekur athygli á bókum, rithöfundum, verkefnum ofl. Endilega like-ið síðuna og bætist í hóp þeirra sem vilja fylgjast með
því sem er að gerast á skólasafninu.
Facebooksíða skólasafns Brekkuskóla "Gaman og gagn á skólasafni"
Lesa meira
19.05.2015
Fréttabréf Brekkuskóla fyrir maí/júní er komið út. Í blaðinu er að finna pistil
frá skólastjóra, reglur um hjólaleiktæki, 3. hluta niðurstaðna frá skólaþingi, gjöf frá foreldrafélaginu að
ógleymdu viðburðadagatali.
Tapað - fundið
Við bendum foreldrum á að óskilamunir verða lagðir fram á borð á göngum á næstunni. Hvetjum við ykkur til að koma við og
skoða hvort þið kannist við eitthvað af þeim.
Fréttabréf maí/júní 2015
Lesa meira
15.05.2015
Myndir frá Brekkuskólaleikunum eru komnar á vefinn okkar. Dagurinn var mjög vel heppnaður og nemendur almennt virkir og
glaðir.
Lesa meira
09.05.2015
Hópur kennara og nemenda úr Brekkuskóla er nú staddur í Lettlandi á vegum Nordplus verkefnisins sem Brekkuskóli er þátttakandi í
ásamt Noregi og Lettalandi. Hópurinn fór í gær í svokallaðan Tarsangarð. Nánar um
verkefnið á vefsíðu verkefnisins og á facebooksíðu hópsins.
Lesa meira
08.05.2015
Vonast til að sjá ykkur sem flest á opnun sýningarinnar Sköpun bernskunnar kl. 15, laugardaginn 9. maí, í Ketilhúsinu í Listagilinu.
Hér með vil ég þakka frábært samstarf allra myndmenntakennara í grunnskólum bæjarins við okkur í Listasafninu á
Akureyri.
Safnfræðslu er best að panta á netfanginu palina@listak.isVið höfum opið alla virka daga frá kl. 8-17 fyrir
safnafræðslu og byrjað er nú þegar að panta tíma. Sýningin er ótrúlega fjölbreytt og lífleg og hentar vel öllum
skólastigum.
Með bestu kveðjum,
Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
Fræðslufulltrúi Listasafnsins á Akureyri
Lesa meira
08.05.2015
Foreldrafélag Brekkuskóla kom færandi hendi í vikunni með útileikföng. Um er að ræða húlla hopp hringi, handbolta, brennibolta og
snú-snú bönd. Starfsfólk og nemendur Brekkuskóla þakka kærlega fyrir gjöfina sem á örugglega eftir að koma sér vel í
útiverunni. Takk, takk.
Lesa meira
05.05.2015
Það var stór dagur í lífi þeirra sem hófu skólagöngu sína í Brekkuskóla í gær. Brekkuskóli
býður innrituðum nemendum sem fara í 1. bekk í haust að koma nú á vordögum í tveggja klukkustunda heimsókn, tvo daga í
röð til að kynnast kennurum sínum og umhverfinu enn betur. Hér má sjá nokkrar myndir af nýju
skólabörnunum okkar.
Kennarar árgangs 2009 verða þær Ástrós Guðmundsdóttir, Hjördís Óladóttir, Hulda Frímannsdóttir og Rósa
Mjöll heimisdóttir, auk fleiri kennara sem koma að kennslu í list- og verkgreinum.
Lesa meira
04.05.2015
Nemendum skólans er heimilt að koma á reiðhjólum í skólann frá 7 ára aldri. Það er mjög mikilvægt að gengið
sé frá hjólum við skólann.
Reiðhjól og önnur hjólaleiktæki eru alfarið á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra, einnig er það á
ábyrgð forráðamanna að nemendur noti viðeigandi öryggisbúnað.
Umferð reiðhjóla á skólalóð á skólatíma er bönnuð. Umferð annarra hjólaleiktækja en reiðhjóla
á skólalóð miðast eingöngu við frímínútur og hádegi á malbikaða vellinum austan megin við aðalbyggingu.
Því miður er ekki hægt að geyma hjólaleiktæki inni í skólanum. Þessar reglur eiga einnig við um rafhjól og vespur.
Lesa meira
04.05.2015
1. bekkur - árgangur 2008 hafa fengist við margvísleg verkefni. Þau hafa lært meðal annars að mikilvægt sé að safna góðum
skólaminningum, þau lærðu ný orð og fengu að heyra sögur. Þau fengu líka Sigríði Dóru
Sigtryggsdóttur skólahjúkrunarfræðing í heimsókn. Hún ræddi við þau um hjól og hjólaleiktæki og
mikilvægi þess að vera alltaf með öryggishjálm og annan öryggisbúnað þegar við á. Alltaf er mikilvægt að leika sér
á öruggu leiksvæði og fara varlega þar sem umferð er.
Lesa meira