Nemendur í 1.-10. bekk mega koma í náttfötum og eða
með bangsa. Alþjóðlegi bangsadagurinn
er haldinn hátíðlegur á bókasöfnum víða um heim. Dagurinn fellur ár hvert á
fæðingardag Theodore(Teddy) Roosevelt fyrrverandi Bandaríkjaforseta.Sagan segir að Roosevelt hafi verið mikill skotveiðimaður og eitt sinn þegar
hann var á veiðum hafi hann vorkennt litlum varnalausum húni og sleppt honum.
Washington Post birti skopmynd af þessu atviki.Þá varð búðareigandi einn í Brooklyn í New York svo hrifinn af þessari sögu að
hann bjó til leikfangabangsa sem hann kallaði í höfuðið á Teddy eða Teddy Bear.