Fréttir

Brekkuskóli tekur þátt í Erasmus + verkefni.

Brekkuskóli er einn af sex skólum, frá jafnmörgum löndum, sem eru að hefja vinnu við þriggja ára samstarfsverkefni sem styrkt er af „The Erasmus + School Partnership“ (áður Comenius) og er fjármagnað af Evrópusambandinu. Dagana 13. til 16. október hittust þrettán kennarar frá samstarfslöndunum, Ítalíu, Danmörku, Wales, Spáni, Íslandi og Þýskalandi í Blücherskólanum í Wiesbaden í Þýskalandi. Af hálfu Brekkuskóla sátu Helga Sigurðardóttir og Sigríður Margrét Hlöðversdóttir fundinn. Verkefnið hefur hlotið nafnið Learn, Create and Communicate – Lærum, sköpum og spjöllum og byggir, eins og nafnið bendir til á því að nemendur læra um þjóðir og menningu samstafslandanna, skapandi hugsun og vinnubrögð og þjálfast í að hafa samskipti sín á milli í gegnum nútíma margmiðlun.
Lesa meira

Bingó í Brekkuskóla

10. bekkur heldur Bingó á sal Brekkuskóla þriðjudaginn 20. okt klukkan 18:00-20:00. Bingóspjad kr. 500.-Pylsa, gos eða svali kr. 500.-
Lesa meira

Brekkuskólapeysur

Við í 10. bekk erum að selja skólapeysur til söfnunar fyrir skólaferðalagið okkar. Hver peysa kostar 6000.- kr.                     Mátunar/pöntunardagur verður í dag fimmtudag 15. október frá kl. 16-18.    Engar peysur verða seldar eftir áramót.                                                         Greiða þarf við pöntun, því miður er enginn posi. Bestu kveðjur - peysunefndin
Lesa meira

Gullskórinn Göngum í skólann.

Gullskórinn í ár fór til 7. BG en nemendur þar komu gangandi í skólann alla dagana sem verkefnið var í gangi. Frábær frammistaða hjá þeim.
Lesa meira

Gjöf frá Íþóttafélaginu Akri

Íþróttafélagið Akur kom færandi hendi og gaf Brekkuskóla tvo forláta borðtennisspaða að gjöf.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla

Aðalfundur  foreldrafélags Brekkuskóla verður  næstkomandi þriðjudagskvöld þann 6. október í hátíðarsal Brekkuskóla klukkan 20:00. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa munum við fá góða gesti á fundinn. Jóhannes Bjarnason, íþróttakennari mun kynna stöðu íþróttakennslu við Brekkuskóla og Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, sérfræðingur á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri mun flytja erindið"Sko, ég get alveg lesiđ en èg nenni ekki ađ lesa.“ sem byggir á meistararannsókn hennar á lestraráhuga unglingsdrengja árin 2012-2014. Ragnheiður Lilja er sérfræðingur í byrjendalæsi og því gefst einnig tækifæri til að spyrja út þá kennsluaðferð á fundinum. Í Brekkuskóla starfar mjög öflugur foreldrahópur sem er annt um velferð og nám nemenda í skólanum. Mæting á aðalfundi foreldrafélagsins er nánast skylda og viljum við ítreka að ætlast er til að öll heimili sendi frá sér einn fulltrúa á fundinn. Stjórn foreldrafélagsins er ekki fullmönnuð og vel er tekið á móti öllum þeim sem hafa samband við stjórnina ( Bergljót: 892-2737) og vilja taka þátt í starfinu í vetur. Nemendur í 7. bekk standa nú fyrir fjáröflun vegna námsferðar í Reykjaskóla og munu framreiða ljúffengar vöfflur og kaffi gegn vægu gjaldi (500 kr.)   
Lesa meira

Starfsdagur - Frístund lokuð

Föstudaginn 2. október er starfsdagur í Brekkuskóla. Frístund er lokuð þennan starfsdag.
Lesa meira

Skólaball fyrir 1.-4. bekk og 5.-7. bekk mið 30. sept

Miðvikudaginn 30. september verða böll sem 10. bekkur stendur fyrir og er liður í fjáröflun fyrir skólaferðalagið. 1. - 4. bekkur kl. 16.00-17.30 BÚNINGABALL (nemendur í 10. bekk aðstoða börn í Frístund niðri að klæða sig í búning). Verð 500.- kr. inn, popp og svali fylgja miða. Gengið er inn um aðalinngang. 5. - 7. bekkur kl. 18.00-20.00 Verð. -500 kr. inn, sjoppan opin. 10. bekkingar sjá um að spila skemmtilega tónlist. Gengið er inn um aðalinngang.
Lesa meira

Kynningarfundir

Nú á haustdögum eru fyrirhugaðir kynningarfundir fyrir foreldra í 2., 3., 4., 6., 7., 9. og 10. bekk. Þeir verða haldnir sem hér segir: 9. - 10. bekkur mánudaginn 28. sept. kl. 08:00 - 09:00 f.h.    6. - 7. bekkur - þriðjudaginn 29. sept. kl. 08:00 - 09:00 f.h.   2. 3. og 4. bekkur - miðvikudaginn 30. sept. kl. 08:00 - 09:00 f.h. Stjórn forldrafélagsins hvetur foreldra til að skipuleggja foreldrastarfið í vetur og nýta sér foreldramöppu sem er í umsjón foreldrafulltrúa árganganna. Morgunmóttökur verða á vorönn. Morgunmóttökur eru óformlegar móttökur í skólanum þar sem foreldrar/forráðamenn eru sérstaklega boðin velkomin. Þá kynna nemendur meðal annars það sem þau eru búin að vinna með í “uppbyggingu sjálfsaga” í skólanum.
Lesa meira

Norræna skólahlaupið

Norræna skólalaupinu er lokið í Brekkuskóla í ár. Samtals hlupu nemendur 1305 kílómetra.Mjög góður árangur.kveðja íþróttakennarar
Lesa meira