18.04.2016
Skólaárið 2016-2017 geta nemendur valið úr fjölmörgum greinum. Markmiðið var að bjóða uppá fjölbreytt úrval valmöguleika og von okkar er sú að allir geti fundið sér áhugaverðar og spennandi greinar. Valgreinar eru sumar sameiginlegar fyrir 8. - 10. bekk en aðrar einungis fyrir 9. og 10. bekk. Almennt samsvarar hver grein 2 kennslustundum á viku yfir veturinn en nú eru langflestar innanskólagreinarnar kenndar hálfan vetur hver og því þarf að velja sérstaklega fyrir haustönn annarsvegar og vorönn hinsvegar. Skipti milli greina eru um miðjan janúar 2017. Flestar samvalsgreinarnar eru kenndar allan veturinn hver grein. Þær eru kenndar í grunnskólum bæjarins og fleiri stöðum. Fimm greinar eru kenndar í VMA fyrir nemendur í 9. og 10. bekk, fjórar eru hálfs árs greinar og ein heilsárs.
Reiknað er með að nemendur geti nýtt sér strætisvagnakerfi bæjarins til að komast milli staða. Fyrirvari er gerður um að greinar geta fallið niður vegna lítillar þátttöku eða annarra ófyrirsjánlegra orsaka. Einnig getur komið fyrir að fleiri sækja í greinar en hægt er að koma að.
Nánari upplýsingar eru í kynningarritum og á umsóknarblöðum sem skila þarf í síðasta lagi mánudaginn 25. apríl nk. Einnig er velkomið að hafa samband við Steinunni Hörpu, náms- og starfsráðgjafa, netfang steinunnh@akmennt.is
Kynningarbæklingur 8. bekkur
Kynningarbæklingur 9. og 10. bekkurUmsókn 8. bekkurUmsókn 9. og 10. bekkurList- og verkgreinar