25.11.2016
Mánudaginn 28. nóvember verður starfsdagur hjá starfsfólki Brekkuskóla og nemendur í fríi, frístund verður opin fyrir hádegi fyrir börn sem þar eru skráð.
Lesa meira
24.11.2016
Í morgun fengum við góða heimsókn frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Grunnsveitin spilaði fyrir nemendur á yngsta stigi og var með kynningu á hljóðfærunum. Tónleikarnir tókust með afbrigðum vel og voru nemendur til fyrirmyndar, bæði áhorfendur og hljóðfæraleikarar. Takk fyrir okkur!
Lesa meira
23.11.2016
3. bekkur fékk góða heimsókn slökkviliðsmanna í tilefni af eldvarnarviku slökkviliða um land allt. Rætt var um eldvarnir og fengu börnin að skoða brunabílinn. Í framhaldi af því svöruðu börnin getraun og fengu ýmsar viðurkenningar fyrir m.a. handbók heimilisins um eldvarnir. Hér má sjá myndir frá heimsókninni.
Lesa meira
17.11.2016
Miðvikudagurinn 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Sá dagur markar einnig upphaf Stóru upplestrarkeppninnar. Af því tilefni unnu nemendur í 2. og 7. bekk saman. Lásu nemendur í 7.bekk fyrir vinabekk sinn og svo unnu allir saman við að skrifa sögu. Nokkrar myndir hér:
Lesa meira
16.11.2016
Viðbrögð í grunnskólum þegar tvísýnt er um færð og veður
1. Meginreglan er sú að leik- og grunnskólar eru opnir nema lögregla gefi út tilmæli um að fólk sé ekki
á ferli.
2. Ef skólahald fellur niður þá sendir skóladeild tilkynningu þess efnis á RÚV og Bylgjuna fyrir kl. 7.00 að
morgni.
3. Öllum skólum ber að setja tilkynningu á heimasíðu í þeim tilfellum sem tvísýnt er með
veður og færð eða þegar skólahald er fellt niður. Einnig skulu skólar senda út póst í Mentor með sömu tilkynningu.
4. Við tvísýnar aðstæður sem geta verið breytilegar eftir bæjarhlutum þá er það ávallt
foreldra/ forráðamanna að meta hvort þeir treysti börnum sínum í skóla og fylgi nemendum í 1.-7. bekk inn í skólann.
Mikilvægt er að láta vita í
skólann í netfangið brekkuskoli@akureyri.is ef barnið er heima.
5. Ef skólahaldi er ekki aflýst er tryggt að starfsfólk sé til staðar á auglýstum skólatíma
í öllum skólum. Börn sem koma í skólann eru ekki send heim áður en skólatíma lýkur.
Lesa meira
09.11.2016
Mátun og sala frá 12:00-18:00 á miðhæð hjá saumastofunni.
MARGIR LITIR Í BOÐI
Á peysurnar er hægt að fá nafn á brjóstið og það stendur Brekkuskóli á bakinu.
Á derhúfunum er Brekkuskólamerkið framan á húfunni.
Verð: 6.500.- peysa og 2.500.- derhúfa. Greiða þarf á staðnum með pening.
Lesa meira
04.11.2016
Föstudaginn 4. nóvFyrir 7.-10. bekkkl. 20:30-23:30Aðgangseyrir kr. 1500 Þetta er liður í fjáröflun 10. bekkja fyrir vorferðalagi.
Lesa meira
01.11.2016
Hér er heildarskipulag fyrir árshátíð Brekkuskóla 10. nóvember 2016.Sýningar og ýmsar uppákomur verða víðs vegar um skólann. Hin vinsæla ævintýraveröld með hlutaveltu, tívolíþrautum, draugahúsi, spákonu, andlitsmálun, bíó o.fl. verður á sínum stað. Að venju er það 6. bekkur sem sér um ævintýraveröldina sem safnar fyrir ferð að Reykjum á næsta skólaári.
Lesa meira
26.10.2016
Nú þegar farið er að skyggja er ástæða til að gæta að því að
allur öryggisbúnaður á reiðhjólum sé í lagi, sérstaklega ljós og glitaugu. Einnig er ástæða til að minna á notkun
endurskinsmerkja og að börnin gæti varúðar þegar þau fara yfir götur á leið
sinni í skólann. Hér má sjá gott myndband um endurskinsmerkjatilraun.
https://www.youtube.com/watch?v=tIq7VBCoMsw
Lesa meira
16.10.2016
Þriðjudaginn 11. október var haldið um 45 manna skólaþing í Brekkuskóla um samskipti og líðan. Á þinginu
völdu þingmenn eina af fjórum stöðvum þar sem ákveðið efni var til umræðu.
Þingmenn létu hugmyndir sínar í ljós á miðum sem voru hengdir upp og flokkaðir
eftir efni. Í gegnum þessa vinnu sköpuðust góðar umræður í hópunum. Í lokin
voru hugmyndir hvers hóps kynntar. Útkoman var hugmyndabanki sem styrkir enn frekar
undirstöður skólastarfsins og nýtist til að gera góðan skóla enn betri.
Hugmyndabankinn verður nýttur við endurskoðun á skólanámskránni. Það var mat
þeirra sem sátu þingið að vel hefði tekist til. Okkur langar að þakka öllum sem
tóku þátt í þinginu kærlega fyrir þeirra framlag. Hér má nálgast nokkrar myndir
frá þinginu.
Lesa meira