29.09.2017
Ef einhverjir lúra á leikföngum sem eru ekki í notkun eða rekast á við hausttiltekt væru þeir til að gefa Frístund?
Það mega vera dúkkur og dúkkudót, barbie og barbiedót, playmo, bílar, bækur, púsl, spil, litir og fígúrur ýmiskonar, t.d. Pet shop, Pony og alls konar karlar eða dýr. Einnig kastalar, hús og fylgihlutir, í raun hvað eina sem hentar þessum aldurshópi. Hafið samband við Allý ally@akmennt.is 462-2526 ef einhverjar spurningar vakna eða komið með leikföngin í Frístund eða til Dennu ritara.
Lesa meira
13.09.2017
Fimmtudaginn 14. september verður útivistardagur hjá Brekkuskóla, þá má gera ráð fyrir að hefðbundin stundatafla taki breytingum og að nemendur komi heim að lokinni útiveru. Nemendur í 1.-3. bekk ljúka skóladegi kl. 13:10 að venju og Frístund verður opin fyrir þá sem þar eru skráðir.
Lesa meira
08.09.2017
Í dag fengum við góða heimsókn frá svissneskri fjölskyldu sem býr í skútu og dvelur á Akureyri um þessar mundir. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn fæddist hér á Akureyri í ágúst.
Fyrst spiluðu og sungu börnin þeirra og síðan tók fjölskyldufaðirinn Dario við og kynnti sögu þeirra í máli og myndum.
Hann vakti athygli nemenda á umhverfismálum og ábyrgð þeirra í þeim efnum. Dario sagði frá því hvernig þau hafa lifað umhverfisvænum lífsstíl með því að sigla, hjóla eða ganga hvert sem þau fara.
Að lokum fóru nemendur út og kepptust bekkir um að safna sem mestu rusli á 5 mínútum.
Heimsóknin vakti bæði nemendur og starfsfólk til umhugsunar um ábyrgð okkar á loftslagsmálum.
Heimasíða verkefnisins er https://toptotop.org/ og áhugasamir geta skoðað þetta myndband sem sýnir það sem fjölskyldan hefur verið að gera.
Lesa meira
07.09.2017
Göngum í skólann er átaksverkefni sem stendur frá 6. september til 4. október.
Við í Brekkuskóla höfum tekið þátt í þessu verkefni með ýmsum hætti undanfarin ár. Við hvetjum alla bæði börn og fullorðna til að nota virka fararmáta til og frá skóla. Flestir búa nálægt skólanum og er því tilvalið að koma gangandi, hjólandi eða á hlaupahjóli í skólann. Við munum einnig vinna ýmis verkefni í mánuðinum í tengslum við átaksverkefnið.
Megin markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar, að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Auk þess er reynt að stuðla að vitundarvakningu fyrir virkum ferðamáta og umhverfismálum og það hversu gönguvænt umhverfið er. Á síðasta ári tóku milljónir barna frá 40 löndum víðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann með einum eða öðrum hætti.
Lesa meira
04.09.2017
Nýr vefur Brekkuskóla var opnaður í dag, mánudaginn 4. september 2017.
Það er von okkar að nýi vefurinn komi betur til móts við þarfir notenda. Vefurinn er hannaður þannig að hann stillir sig sjálfvirkt af fyrir þau tæki sem birta hann og hentar vefurinn því jafnvel til skoðunar á borðtölvum, spjaldtölvum og í snjallsímum.
Lesa meira
31.08.2017
Aðalfundur foreldrafélagsins í Brekkuskóla verður haldinn miðvikudaginn 6. september 2017
klukkan 20:00 í sal skólans.
Lesa meira
18.08.2017
Þriðjudaginn 22. ágúst og miðvikudaginn 23. ágúst 2017 eru samtalsdagar hér í Brekkuskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga. Við höfum það fyrirkomulag við niðurröðun foreldra í samtöl að foreldrar sjálfir bóka sig í samtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is. Þá er farið á flipa/flís sem er efst í vinstra horni á forsíðunni og bókað viðtal.
Lesa meira
11.08.2017
Skólinn hefst að venju með samtölum nemenda, foreldra og kennara 22. og 23. ágúst.
Boðun í samtöl verður send í tölvupósti.
Skráning í samtölin fer fram á Mentor eftir að tölvupóstur hefur borist.
Ný lykilorð eða glötuð má nálgast samkvæmt leiðbeiningum þar um í tölvupósti frá skólanum um skólabyrjun.
Lesa meira
09.08.2017
Framlög Brekkuskóla í Unicef söfnunina enduðu í 131.984 krónum. Það er frábær árangur! Fjölmörg ómerkt framlög bárust frá Akureyri svo ef til vill er upphæðin hærri í raun.
Lesa meira