Fréttir

"Pannavöllur" gjöf frá foreldrafélaginu

Foreldrafélag Brekkuskóla gaf skólanum dásamlega sumargjöf sem er "Pannavöllur". Við þökkum íþróttakennurunum Kára og Sigfríð ásamt Friðriki umsjónarkennara fyrir að eiga veg og vanda að því að fá „Pannavöll“ til okkar og setja hana upp. Íþróttakennarar munu kynna leikreglur fyrir nemendum sem eru: # Leikmenn: 1 á móti 1 eða 2 á móti 2. #Hægt er að skora mörk með því að: -Skora beint í mark= 1 mark. -Skjóta í gegnum klof og ná boltanum aftur = 1 mark. -Skjóta í gegnum klof og skora = sigur. #Leikurinn er upp í 1,2 eða 3 mörk (oftast 2 mörk). #Ef boltinn fer út af þá byrjar leikmaðurinn sem á boltann við sitt mark. #Ef leikmaður sparkar boltanum beint út af vellinum þá er hann úr leik og næsti í röðinni kemur inn á völlinn. #Ef leikmaður hefur sigrað 5 leiki í röð þá fer hann út af og næsti kemur inn á.
Lesa meira

Litla upplestrarkeppnin í Brekkuskóla 17. apríl 2018

Litla upplestrarkeppnin var haldin við hátíðlega athöfn á sal Brekkuskóla 17. apríl 2018. Nemendur í 4. bekk lásu ljóð og sögur fyrir áheyrendur í sal. Einnig voru tónlistaratriði í boði 4. bekkjar. Nemendur stóðu sig frábærlega enda búnir að leggja mikið á sig og æfa upplestur í allan vetur. Takk fyrir skemmtunina krakkar!
Lesa meira

Við unnum!

Brekkuskóli gerði sér lítið fyrir og fór með sigur af hólmi í Skólahreysti. Keppnin var haldin í Íþróttahöllinni og þar kepptu nemendur í grunnskólum Akureyrar sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda. Liðið okkar skipuðu Birnir Vagn Finnsson, Saga Margrét Blöndal, Magnea Vignisdóttir, Sævaldur Örn Harðarson, ásamt Maríu Arnarsdóttur og Einari Ingvasyni. Þjálfari þeirra hann Jói Bjarna hefur stutt dyggilega við liðið sem hefur lagt afar hart að sér við æfingar í vetur og uppsker nú eftir því. Áhorfendur skemmtu sér konunglega í Höllinni og voru skólanum til sóma.
Lesa meira

Hæfileikahátíð og páskafrí

Í gær og dag héldu nemendur á mið og unglingastigi hæfileikahátíð þar sem nemendur stigu á stokk með fjölbreytt og skemmtileg atriði.
Lesa meira

Frábær árangur Inga og Alans í Pangea

Pangea stærðfræðikeppnin var haldin í þriðja sinn hér á landi laugardaginn 17. mars síðastliðinn.
Lesa meira

Rithöfundur frá Færeyjum í heimsókn í Brekkuskóla

Rakel Helmsdal rithöfundur frá Færeyjum heimsótti 6. - 10. bekk í Brekkuskóla í dag. Hún las upp úr bók sinni:,,Hon, som róði eftir ælaboganum”, sagði frá sjálfri sér og bókinni ásamt því að greina frá tilurð bókanna um stóra og litla skrímslið en sú nýjasta: ,,Skrímsli í vanda” fékk íslensku bókmenntaverðlaunin í ár.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin 2018

Brekkuskóli tók þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri. Það má með sanni segja að allir keppendur hafi staðið sig vel og var unun að hlusta á fallegan upplestur hjá nemendum í grunnskólunum á Akureyri. Fulltrúar Brekkuskóla voru þær Arnfríður Kría Jóhannsdóttir og Steingerður Snorradóttir og varamenn þeirra þau Guðrún Bergrós Ingadóttir og Tómas Óli Ingvarsson. Þau stóðu sig öll vel og tryggði Arnfríður Kría okkur þriðja sæti í keppninni. Þess má geta að nemendur úr Brekkuskóla tóku einnig þátt í tónlistarflutningi á hátíðinni. Við erum óendanlega stolt af okkar fólki.
Lesa meira

Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum frítt í sund og á skíði

Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri.
Lesa meira