Útivistardagur 5.september-FRESTAÐ til 6.september

Útivistardagur Brekkuskóla verður miðvikudaginn 5.september næstkomandi

Mismunandi er hvert hvaða bekkur fer en ítarlegar upplýsingar munu berast í tölvupósti á mánudag. Það sem er mikilvægt að muna fyrir svona dag er að nemendur komi klæddir eftir veðri og vindum ásamt því að þeir taki með sér hollt og gott nesti í þægilegum bakpoka. Mikilvægt er að huga vel að skóbúnaði og taka góða skapið með

Nemendur í 7. – 10. bekk geta valið um fjögur viðfangsefni á útivistardaginn:

1. Súlur: Mæting upp á Glerárdal kl. 8:00-um að gera að sameinast í bíla.

2. Hjólaferð inn á Hrafnagil og sund þar: ting í Brekkuskóla kl. 8:00

3. Fjallahjólaferð- mæting í Brekkuskóla kl.8:00 

4. Gönguferð um bæinn þar sem sögð verður saga hinna ýmsu útilistaverka


Flestir nemendur okkar hafa þegar valið en þeir sem eiga eftir að velja þurfa að gera það á mánudaginn. Við hvetjum ykkur til að spyrja barnið ykkar um val sitt því gott er að huga tímanlega að búnaði.

Foreldrar eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir með í ferðirnar.