Fréttir

Bókagjöf 1. bekkur

Í morgun fengu nemendur í 1. bekk í hendur bréf sem þeir geta farið með á næsta almenningsbókasafn og fengið bók að gjöf. Er þetta í þriðja sinn sem IBBY gefur öllum sex ára börnum bók.
Lesa meira

Útivistardagur 5.september-FRESTAÐ til 6.september

Útivistardagur Brekkuskóla verður miðvikudaginn 5.september næstkomandi. Mismunandi er hvert hvaða bekkur fer en ítarlegar upplýsingar munu berast í tölvupósti á mánudag. Það sem er mikilvægt að muna fyrir svona dag er að nemendur komi klæddir eftir veðri og vindum ásamt því að þeir taki með sér hollt og gott nesti í þægilegum bakpoka. Mikilvægt er að huga vel að skóbúnaði og taka góða skapið með
Lesa meira

Frístund veturinn 2018-2019

Nú eiga foreldrar og forráðamenn barna í 1.-4.bekk að hafa fengið póst vegna skráningar í frístund fyrir veturinn. Staðfesting fyrir skólaárið 2018-2019 fer fram miðvikudaginn 15. ágúst milli kl. 10:00 - 15:00
Lesa meira

Viðurkenning og gleðilegt sumar

Fimmtudaginn 14. júní, fór fram afhending á viðurkenningum Fræðsluráðs Akureyrarbæjar. Úr hópi þeirra er fengu viðurkenningu voru Tumi Snær Sigurðarson nemandi og Steinunn Harpa Jónsdóttir námsráðgjafi.
Lesa meira

Unicef söfnun

Brekkuskóli tók þátt í Unicef söfnun á vordögum með því að taka þátt í fjölbreyttri hreyfingu á 14 stöðvum sem íþróttakennarar settu upp á skólalóðinni. Nemendur létu heita á sig og söfnuðu alls 241.357 kr. sem lagðar voru inn á reikning Unicef. Við þökkum nemendum, foreldrum og forráðamönnum kærlega fyrir að leggja góðu málefni lið.
Lesa meira

Brekkuskólaleikar 2018

Það er líf og fjör í Brekkuskóla þessa dagana. Brekkuskólaleikarnir eru haldnir hátíðlegir. Þriðjudaginn 8. maí og miðvikudaginn 9. maí fram að hádegismat eru nemendur skólans að taka þátt í hinum ýmsu íþróttagreinum. Má þar nefna júdó, boccia, dans, golf, panna, pókó, körfubolti, dodgeball, paintball og sund. Hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.
Lesa meira

Valgreinar fyrir skólaárið 2018-2019

Nemendur í 7.-9. bekk fengur í morgun kynningu á valgreinum fyrir næsta vetur og fengu auk þess í hendurnar valblöð sem fylla þarf út og skila til Steinunnar námsráðgjafa eða Dennu í síðasta lagi miðvikudaginn 9.maí.
Lesa meira

Skólahreysti-úrslitin ráðast í kvöld

Lið Brekkuskóla keppir til úrslita í kvöld.
Lesa meira