Fréttir

Skák í 3. bekk

Nemendur í 3. bekk fengu skemmtilega heimsókn þegar Hrafn Jökulsson kom og sagði þeim frá ferðum sínum til Grænlands. Hann sýndi myndir og sagði frá landi og þjóð, skákkennslu og skákmótum sem haldin hafa verið á Grænlandi. Í lokin var svo fjöltefli þar sem nemendur fengu að tefla við Hrafn.
Lesa meira

Undankeppni - Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7. bekk fór fram í dag 18. febrúar á sal skólans. Nemendur hafa æft vandaðan upplestur frá því að keppnin var formlega sett 16. nóvember 2018 og stóðu sig með stakri prýði. Á meðan dómnefnd var að störfum fengu áheyrendur í sal að hlýða á kórlestur sem 7. bekkur flutti. Lokakeppnin mun fara fram í Kvos Menntaskólans á Akureyri eins og undanfarin ár. Keppnin fer fram miðvikudaginn 20. mars 2019 kl.17:00 - 19:00. Keppendur Brekkuskóla verða Brynja Karítas Thoroddsen og Emma Ægisdóttir. Til vara verða Birna Dísella Bergsdóttir og Óskar Þórarinsson.
Lesa meira

100 daga hátíð :-)

Í dag fagna nemendur í 1. bekk því að hafa verið 100 daga í skólanum.
Lesa meira

Samtöl í janúar 2019

Þriðjudaginn 29. janúar og miðvikudaginn 30. janúar 2019 eru samtalsdagar hér í Brekkuskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til samtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga. Við höfum það fyrirkomulag við niðurröðun foreldra í samtöl að foreldrar sjálfir bóka sig í samtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is. Þá er farið inn á fjölskylduvef mentor og smellt á flís sem kallast Bókun foreldraviðtala.
Lesa meira

Skákmót í Brekkuskóla

Nk. laugardag, 26. janúar verður haldið skákmót fyrir börn í sal Brekkuskóla. Þennan dag er skákdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land og er fæðingardagur Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Sérstaklega verður vandað til mótsins í þetta sinn í tilefni af aldarafmæli Skákfélags Akureyrar. Mótið er opið börnum á grunnskólaaldri og þau sérstaklega hvött til að mæta sem verið hafa í skákkennslu í vetur. Mótið hefst kl. 10 og stendur í u.þ.b. tvo tíma. Skráning á staðnum frá kl. 9.30
Lesa meira

Sparifataball 28. nóvember

Miðvikudaginn 28. nóvember ætla nemendur í 10.bekk að halda sparifataball fyrir nemendur á yngsta- og miðstigi.
Lesa meira