23.03.2018
Í gær og dag héldu nemendur á mið og unglingastigi hæfileikahátíð þar sem nemendur stigu á stokk með fjölbreytt og skemmtileg atriði.
Lesa meira
20.03.2018
Pangea stærðfræðikeppnin var haldin í þriðja sinn hér á landi laugardaginn 17. mars síðastliðinn.
Lesa meira
16.03.2018
Rakel Helmsdal rithöfundur frá Færeyjum heimsótti 6. - 10. bekk í Brekkuskóla í dag. Hún las upp úr bók sinni:,,Hon, som róði eftir ælaboganum”, sagði frá sjálfri sér og bókinni ásamt því að greina frá tilurð bókanna um stóra og litla skrímslið en sú nýjasta: ,,Skrímsli í vanda” fékk íslensku bókmenntaverðlaunin í ár.
Lesa meira
08.03.2018
Brekkuskóli tók þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri. Það má með sanni segja að allir keppendur hafi staðið sig vel og var unun að hlusta á fallegan upplestur hjá nemendum í grunnskólunum á Akureyri. Fulltrúar Brekkuskóla voru þær Arnfríður Kría Jóhannsdóttir og Steingerður Snorradóttir og varamenn þeirra þau Guðrún Bergrós Ingadóttir og Tómas Óli Ingvarsson. Þau stóðu sig öll vel og tryggði Arnfríður Kría okkur þriðja sæti í keppninni. Þess má geta að nemendur úr Brekkuskóla tóku einnig þátt í tónlistarflutningi á hátíðinni. Við erum óendanlega stolt af okkar fólki.
Lesa meira
14.02.2018
Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri.
Lesa meira
05.02.2018
Útivistardeginum hefur verið frestað um óákveðinn tíma
Lesa meira
02.02.2018
Í dag fagna nemendur í 1. bekk degi 100 í skólanum:-)
Nemendur og starfsfólk hélt daginn hátíðlegan með því að fara í skrúðgöngu um skólann og gæða sér á góðgæti sem nemendur söfnuðu í skreytta bréfpoka. Unnið var á fjölbreyttan hátt með tugi og auðvitað 100 og að sjálfsögðu var búið að skreyta skólann í tilefni dagsins. Við óskum nemendum í 1. bekk innilega til hamingju með daginn og erum óendanlega ánægð með hópinn. Sjá má nokkrar myndir frá deginum hér á heimasíðunni.
Lesa meira
01.02.2018
Gert er ráð fyrir að dvelja í fjallinu fram að hádegi.
Þeir nemendur í 3. - 10. bekk sem ekki eiga búnað geta fengið hann lánaðan í fjallinu og munu umsjónarkennarar skrá hjá sér upplýsingar varðandi það. Þegar það er búið verður að athuga hvort ekki sé til búnaður fyrir alla. Sá möguleiki getur komið upp að ekki verði nægur búnaður því er mjög mikilvægt að allir sem eiga búnað komi með hann. Gert er ráð fyrir að nemendur í 1. - 2. bekk noti eigin búnað eða skemmti sér á snjóþotum eða sleðum.
Lesa meira