Rakel Helmsdal rithöfundur frá Færeyjum heimsótti 6. - 10. bekk í Brekkuskóla í dag. Hún las upp úr bók sinni:,,Hon, som róði eftir ælaboganum”, sagði frá sjálfri sér og bókinni ásamt því að greina frá tilurð bókanna um stóra og litla skrímslið en sú nýjasta: ,,Skrímsli í vanda” fékk íslensku bókmenntaverðlaunin í ár. Bækurnar eru samstarfsverkefni hennar og tveggja annarra höfunda, frá Íslandi og Svíþjóð, og byrjuðu þær á fyrstu bókinni á samnorrænni listasmiðju þar sem þær áttu að semja sögu með texta og myndum út frá einni setningu. Bækurnar eru nú 9 talsins og hafa verið þýddar á 19 tungumál. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kom og hlýddi á hana með nemendum og einnig Teresa Möller frá Norræna félaginu.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is