Pangea stærðfræðikeppnin var haldin í þriðja sinn hér á landi laugardaginn 17. mars síðastliðinn. Á Íslandi var keppnin fyrst haldin vorið 2016 og þá tóku yfir 1000 nemendur þátt úr rúmlega 40 grunnskólum víðsvegar um landið. Vorið 2017 stækkaði keppnin enn frekar og voru tæplega 2000 nemendur skráðir til leiks. Pangea er haldin í yfir 17 löndum í Evrópu
Í ár átti Brekkuskóli tvo flotta þátttakendur þá Inga Hrannar-Pálmason og Alans Treijs.
Alls tóku 2763 nemendur þátt í forprófi fyrir keppnina í ár og af þeim var 89 stigahæstu boðið að taka þátt og þar á meðal Inga og Alans.
Skemmst er frá því að segja að Ingi hafnaði í fyrsta sæti og Alans í því 12, algjörlega frábær árangur hjá þeim félögum!
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is