Þann 1.des síðastliðinn fóru fulltrúar úr 8.-10. bekk í Hof þar sem haldið var stórþing ungmenna og unnið að innleiðingu Barnasáttmála UNICEF á Akureyri. Viðfangsefni fundarins var tvíþætt, annarsvegar fræðsla til ungmenna og hinsvegar hópavinna þar sem rædd var staða ungmenna í sveitarfélaginu, hvað er gott og hvað má betur fara. Í apríl á næsta ári verða svo niðurstöður allra þeirra hópa sem að vinnunni koma kynntar.
Þennan sama dag efndi Háskólinn á Akureyri og Jafnréttisstofa til þjóðfundar með nemendum í 10. bekk grunnskólanna á Akureyri undir yfirskriftinni jafnrétti sem grunnþáttur menntunar, þar áttum við einnig flotta fulltrúa sem stóðu sig vel.
Það er alltaf frábært þegar raddir nemenda fá að heyrast og að þeir fái að hafa áhrif á þau málefni sem þá snertir.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is