Bókagjöf frá Foreldrafélagi Brekkuskóla

Undanfarin ár hefur Foreldrafélag Brekkuskóla stutt við skólasafnið með veglegum peningagjöfum til bókakaupa og hefur þannig lagt sitt af mörkum til að nemendur hafi aðgang að nýju og fjölbreyttu lesefni. Í desember barst safninu enn og aftur gjöf frá Foreldrafélaginu, nemendur gerðu óskalista yfir bækur sem þá langar að lesa og fór skólasafnskennari og verslaði.  Bækurnar eru nú komnar í hús og munu án efa vekja áhuga.  Við þökkum Foreldrafélaginu kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Mikilvægt er að hvetja bæði börn og fullorðna til lesturs og hér má sjá innlegg Amtsbókasafnins sem og „Lestrarátak Ævars“ sem nú stendur yfir.

https://www.facebook.com/amtsbok/photos/a.399242237788.175768.17297827788/10155964726857789/?type=3&theater

https://www.visindamadur.com/copy-of-lestraratakid-2015-2016-1