Íslenska fiðlan og 5. bekkur

Íslenska fiðlan  (fleiri myndir hér) Nemendur í  5. bekk að prófa að spila á íslenska fiðlu sem var fyrsta hljóðfærið sem náði útbreiðslu hér á landi  á 16. eða 17. öld. Upphaflega hefur fiðlan að líkindum verið eintrjáningur, holaður að innan, og opinn á þeirri hliðinni, er niður var látin snúa; síðar var hún gerð úr þunnum fjölum, er venjulega voru negldar saman, en stundum saumaðar saman ef þær voru mjög þunnar. Upphaflega mun hafa verið aðeins einn strengur á fiðlunum, snúinn saman úr hrosshári; síðar breyttist þetta á ýmsan hátt, strengjunum var fjölgað; stundum voru þeir úr vír, stundum úr sauðargirni og stundum voru hafðir útlendir fíólínstrengir- Upphaflega voru fiðlurnar mjög einfaldar og skrautlausar, en síðar var farið að skreyta þær nokkuð, setja skrúfur og lykla á hausinn á þeim, í líkingu við það, sem var á útlendum fíólínum. Enginn efi er á því, að fiðlurnar hafa verið með talsvert mismunandi lagi.