Staðfesting í Frístund

Staðfesting í Frístund fyrir skólaárið 2015 – 2016 fer fram föstudaginn 14. ágúst kl. 10:00 – 15:00 Ágætu foreldrar/forráðmenn. Börn í 1.- 4. bekk skólans eiga kost á gæslu eftir skólatíma dag hvern tilkl. 16:15. Frístund er tilboð sem er hluti af skólastarfinu og er hluti af heildarstefnu skólans.  Staðfesta þarf umsókn um dvöl í Frístund með dvalarsamningi sem tilgreinir hvaða daga ogtíma á að nota. Börn geta ekki byrjað í Frístund fyrr en gengið hefur veriðfrá dvalarsamningi. Þeir sem komast ekki ofangreindan dag eru vinsamlegast beðnir um að haf samband samkvæmt neðangreindum upplýsingum og við finnum saman annan tíma. Verðskrá:Skráningargjald 20 klst - 6.860 krónur. Aldrei er hægt að kaupa færri en 20tíma á mán.Hver klukkustund kostar 343 krónur.    Síðdegishressing kostar 130 krónur hvert skipti.        Fjölskylduafsláttur reiknast af grunngjaldi. Til að njóta fjölskylduafsláttar þurfa börnin að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns og með sameiginlegt lögheimili. Yngsta barn fullt gjald, annað barn 30% afsl.,   þriðja barn 60% afsl. og fjórða barn 100% afsl.  Nánar um Frístund                                                  Sjáumst í skólanum!Aðalbjörg Steinarsdóttir forstöðukona Fristundar í Brekkuskóla ally@akmennt.iss. 462-2526