Fyrsti kennsludagurinn

Fyrsti kennsludagur samkvæmt stundaskrá er þriðjudaginn 25. ágúst kl. 08:00. Nemendur í 1. árgangi mæta kl. 09:00. Í íþróttatímum verður kennt úti fram til 11. september en þá hefst íþróttakennsla í Íþróttahöllinni. Mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri. Upplýsingar um hjól og hjólaleiktæki á skólatíma og fleiri atriði sem tengjast umgengni í skólanum og við skólann er að finna í bæklingi um umgengnisreglur og skýr mörk. Foreldrar og nemendur eru beðnir um að kynna sér eða rifja upp innihald þess bæklings. Við hvetjum nemendur til að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Foreldrar eru best til þess fallnir að meta það hvort barn getur komið á hjóli eða hjólaleiktæki í skólann. Mikilvægt er að fyllsta öryggis sé gætt og að nemendur hafi viðeigandi öryggisbúnað.Það er góð regla að merkja vel bæði fatnað og búnað. Þannig er auðveldara að koma því til skila. Sjáumst í skólanum!Starfsfólk Brekkuskóla