Dagur læsis

Þriðjudaginn 8. september er "Dagur læsis". Við ætlum að halda upp á hann hér í Brekkuskóla með því að velja okkur uppáhaldssögupersónuna og syngja á sal sem hér segir: kl. 10:40 - 1. - 3. bekkur kl. 11:40 - 7. - 8. bekkur kl. 12:00 - 4. - 6. bekkur kl. 12:50 - 9. - 10. bekkur Meðal þess sem sungið verður er Læsislagið lag eftir Bubba Morthens "Það er gott að lesa" Söngsalurinn markar upphaf sérstakrar áherslu á læsisstefnu sem verið er að gera umbætur á og móta frekar næstu mánuði. Læsisteymi kennara hefur verið stofnað við skólann sem mun leiða vinnuna ásamst stjórnendum.   Sjá frétt um útgáfu læsislagsins. NEMENDUR BREKKUSKÓLA VELJA UPPÁHALDS SÖGUPERSÓNUNA SÍNA Dagur læsis - ábendingar um efni frá Námsgagnastofnun - Menntamálastofnun.