09.11.2015
Brekkuskóli 2. nóvember kl.19.30 20.45Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, Inga Berglind Birgisdóttir , Þóroddur Bjarnason, Þorvaldur Þorvaldsson, Jóhann Gunnarsson , Magni Ásgeirsson, Ragnheiður Halldórsdóttir, Kristjana Hreiðarsdóttir og Bergljót ÞrastardóttirÞessi fundur er fyrsti fundur nýrrar stjórnar. Eftirfarandi fulltrúar voru kosnir í hin ýmsu embætti:Kristjana Hreiðarsdóttir gjaldkeriInga Berglind Birgisdóttir ritariJóhann Gunnarsson fulltrúi félagsins í SamtakaBergljót Þrastardóttir formaðurHafdís Bjarnadóttir varaformaðurAllir fulltrúar kynntu sig í upphafi fundar, börn sín og í hvaða árgöngum þau eru.Farið var yfir reikninga sem hafa borist á síðustu vikum t.d. vegna Henson íþróttatreyja, leiksýningar fyrir unglingastigið um ævi Hallgríms Péturssonar og fyrirlestrar á aðalfundiRætt var um foreldrasáttmála Heimilis og skóla og ákveðið að setja hann til hliðar og ræða við skólastjórnendur um hvort skólinn geti nýtt hann í sérstökum foreldrasamstarfs verkefnum í nokkrum árgöngum. Sú hugmynd kom einnig fram að nýta efni úr foreldrasáttmálanum sem talin eru til þess fallin að hvetja til samstarfs foreldra.Fyrra viðfangsefnið snýr að virðingu fyrir margbreytileika í hópi nemenda og hitt síðara er um hvatningu til náms. Rætt var um mikilvægi þess að vita meira um nýbúa í hópi nemenda og hvernig þeim og þeirra foreldrum vegnar með tilliti til skólastarfsins og tómstundaiðju. Einnig var rætt um möguleika til að skapa lestrarhvetjandi umhverfi í skólanum og ýmsar hugmyndir viðraðar eins og bókagjafir og bókasöfnun, en bækur ættu að vera sýnlegar og nýttar á hinum ýmsu stöðum í skólanum.Aðgengi að skólanum var rætt, lýsing og umferð á bílaplani austan við Íþróttahöll, endurskinsmerki fyrir nemendur og um nauðsyn þess að flutningabílar með vörur séu ekki að koma með vörur í skólann þegar börn eru að mæta í skólann, setja þarf ákveðin tímamörk í þessu sambandi t.d. að í hálftíma fyrir og eftir skólabyrjun séu þessir bílar ekki á svæðinu.Rætt um hljóðvist og fjölda nemenda á sama tíma í sal íþróttahallarinnar í tengslum við ályktun stjórnar vegna íþróttamála og ákveðið að bjóða fulltrúum bæjarins og íþróttahallarinnar á næsta stjórnarfund. Þann 3. nóvember fer fram mæling á hljóðvist í íþróttahöllinni.Fundi slitið
Lesa meira
29.09.2015
Mætt: Agla, Ragnheiður, Hafdís,Þorvaldur og Bergljót Framundan er
aðalfundur sem að öllum líkindum verður haldinn þriðjudaginn 6. október
daginn eftir alþjóðalegan dag kennara (Kaffibrauð handa þeim)
Ragnheiður Lilja, sérfræðingur hjá Skólaþróunarsviði HA (í byrendalæsi)
verður með erindi á aðalfundinum og nemendur í 7.bekk selja vöfflur og
kaffi (fjáröflun). Begga mun: panta
salinn, hafa samband við kennara í 7.bekk vegna veitinga, kalla eftir
bekkjarfulltrúum í hverjum árgangi vegna foreldrasáttmálans, athuga
hvort nemendur vilja búa til vöffludeig eða hvort við kaupum pakkadeig
eins og í fyrra (Skoða magn)
Lesa meira
17.05.2015
Mánudagurinn 11. maí 2015. Mætt á fundinn: Hafdís, Þorvaldur, Sigmundur, Bergljót og Agla.
Rætt var um:
Það vantar fulltrúa í samtaka fyrir næsta skólaár.
Það er mikill afgangur af bolum síðan í fyrra. Spurning hvort allir fyrstu bekkingar hafi fengið bol eða ekki.
Lesa meira
17.05.2015
Mánudagurinn 20.apríl 2015. Mætt á fundinn: Þorvaldur, Ragnheiður, Sigmundur, Hrafnhildur, Hafdís og Bergljót
Rætt:
Dót til að leika að í frímó, sumargjafir á alla bekki
Henson íþróttatreyjur sem keyptar verða á næstunni
Lesa meira
02.03.2015
Mánudagur 2. febrúar kl. 19:30 – 20:30. Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Bergljót
Þrastardóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir og Agla María Jósepsdóttir.
Rætt um:
Fyrsta mál var fundurinn í Hofi sem var á vegum SAFT. Mikil ánægja var með góða mætingu á þann fund en þar mættu um 150
manns. Þá var þvi velt upp hvort halda ætti fræðslu frá Advania til streitu. En þar er um að ræða meiri tæknilegar úrlausnir
heldur en fram komu á SAFT fundinum svo það var ákveðið að halda slíkt fræðslukvöld.
Lesa meira
09.12.2014
Mánudagur 1. desember
Mætt: Sigmundur, Hafdís, Gísli, Ragnheiður, Bergljót og Bergþóra, aðstoðarskólastjóri Rætt um fræðslu um
netöryggi á komandi ári. Sérfræðingur frá Advania sér um fræðsluna án endurgjalds. Fræðslan verður í boði
fyrir foreldra allra nemenda í skólanum. Sú hugmynd kom frá Bergþóru að virkja nemendaráð skólans á þessu
fræðslufundi, fá nemendur til að segja frá sinni tölvunotkun, kostum og göllum ýmissa forrita eða appa sem eru
vinsæl meðal barna og unglinga.
Lesa meira
11.11.2014
Þann 3. nóvember kl. 19:30 í Brekkuskóla.
Mætt á fundinn: Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Hafdís Bjarnadóttir, Bergljót Þrastardóttir,
Ragnheiður Halldórsdóttir, Sigmundur Magnússon og Agla M. Jósepsdóttir.
Rætt um:
Beiðni um þátttöku í kaupum á tennisboltum undir stóla í matsal sem vörn gegn hávaða. Rætt var hvort ekki væri
rétt að prufa eitt borð til reynslu, þ.e.a.s. hvort boltarnir tolli á stólunum og eins varðandi óhreinindi. Þá var lagt til að
þessi mál verði skoðuð af fagmönnum.
Lesa meira
11.11.2014
Mánudagur 6. október kl. 19.30 -20.30 Mætt á fundinn: Gísli E. Árnason, Þórarinn Stefánsson, Sigmundur Kr. Magnússon, Agla M.
Jósepsdóttir, Ragnheiður Halldósrdóttir, Bergljót Þrastardóttir, Hafdís Bjarnadóttir, Hrafnhildur Guðjónsdóttir,
Þorvaldur Þorvaldsson
Þorvaldur er nýr fulltrúi foreldra í stjórn foreldrafélagsins
Lesa meira
28.04.2014
Bláa kannan – 3.apríl kl. 19:30
Mætt: Hafdís, Sigmundur, Hrafnhildur, Ragnheiður og Bergljót
Rætt um bekkjarsáttmála Heimilis og skóla og lagt til að kynna hann fyrir foreldrum á námsefniskynningum að hausti 2014.
Farið yfir foreldrasamstarfið í vetur og það foreldraverkefni sem skólinn er að vinna með foreldrum í 1.,5. og 8. bekk og hvernig
það hefur gengið að mati foreldra sem hafa tekið þátt í því.
Lesa meira
03.03.2014
Þann 3. mars kl. 20:00 í Brekkuskóla.
Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, , Heiðrún Jóhannsdóttir, Sigmundur Kr. Magnússon, Bergljót Þrastardóttir og
Agla María Jósepsdóttir.
1. Guðjón Haukson verður með fyrirlestur fyrir foreldra um netheima, tölvuleiki, staðalmyndir og fleira sem gott er fyrir foreldra og kennara að vita.
Fyrirlesturinn verður 18. eða 19. mars og verður auglýstur fljótlega. Hvetjum foreldra á öllum skólastigum að kynna sér þetta
áhugaverða efni og mæta á þennan frábæra fyrirlestur.
Lesa meira