Lög foreldrafélags Brekkuskóla

Lög foreldrafélags Brekkuskóla á Akureyri

1.     Félagið heitir Foreldrafélag Brekkuskóla á Akureyri. Heimili þess er á Akureyri. Foreldrar/forráðamenn nemenda skólans teljast félagsmenn þess.

 

2.    Markmið félagsins er að vinna að heill og hamingju nemenda skólans og styrkja skólastarfið í hvívetna með góðri samvinnu heimilis og skóla.

 

3.    Aðalfundur skal haldinn fyrir lok októbermánaðar ár hvert og telst hann löglegur ef til hans er boðið með viku fyrirvara. Dagskrá fundarins skal vera eftirfarandi:

A.   Skýrsla stjórnar

B.    Gjaldkeri gerir grein fyrir endurskoðuðum ársreikning

C.    Umræður um skýrslu stjórnar og atkvæðagreiðsla um ársreikning

D.   Kosning stjórnar, sbr. 4 grein.

E.    Kosning tveggja skoðunarmanna

F.    Önnur mál.

4. Stjórn félagsins skipa tíu fulltrúar úr hópi foreldra /forráðamann, einn úr hverjum árgangi og þrír til vara. Öllum félagsmönnum er heimilt að bjóða sig fram til stjórnarkjörs eða tilnefna fulltrúa í stjórn á aðalfundi. Kosning í stjórn skal vera leynileg ef þess er krafist. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

5.  Fyrir miðjan október skal stjórn félagsins hafa forgöngu um að kosnir verði 2-4 fulltrúar foreldra/forráðamanna hvers árgangs sem hafa það hlutverk að vera  tengiliðir foreldrafélagsins, kennara og nemenda. Einnig að funda með kjörnum fulltrúum einu sinni á ári og upplýsa þá um hlutverk sitt og skyldur.

6.  Stjórn foreldrafélagsins skal funda einu sinni í mánuði frá skólasetningu til skólaslita og oftar ef þörf krefur.

7. Hætti félagið störfum renna eigur þess til Brekkuskóla á Akureyri.

8. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi og þarf 2/3 atkvæða fundarmanna til að breyting nái fram að ganga.