11.fundur stjórnar Foreldrafélagsins í Brekkuskóla skólaárið 2009-2010.
Haldinn í Brekkuskóla 17/05/2010 kl: 18:00
Mættir: Gísli Einar Árnason ritari (GEÁ), Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir (FJS), Ester Jónasdóttir (ES), Magni R.
Magnússon formaður (MRM), Árni Jón Erlendsson (ÁJE), Bóthildur Sveinsdóttir gjaldkeri (BS), Drífa Þórarinsdóttir (DÞ),
Valdís Jónsdóttir (VJ)
Fjarverandi: engin
1. Dagskrá aðalfundar rædd. Breytt tímasetning á aðalfundi er þriðjudagurinn 1. júní kl 20.
Verður auglýstur í Dagskránni þann 27. maí. Ljóst er að fulltrúa vantar fyrir 1., 2., 3., 4. og 10. bekk á næsta
ári. Ákveðið að fá erindi sem nefnist “Hreyfistrætó” á aðalfundinn, er á vegum sjúkraþjálfara og
er ætlun verkefnisins að hvetja börn til að ganga í skólann.
2 Tónlistarmaðurinn Magni mætir á vorhátíð Brekkuskóla í boði foreldrafélagsins.
3. Önnur mál:
ÁJE ræddi skápamál fyrir unglingastigið. Borið hefur á þjófnaði á úlpum og öðrum hlutum sem unglingarnir
geta ekki sett á öruggan stað. Vilji er til staðar hjá skólayfirvöldum að reyna eftir fremsta megni að koma upp skápum þar sem
hægt er að geyma yfirhafnir, bækur og annað verðmæti. Spurt er hvort foreldrafélagið sé tilbúið til að aðstoða við
fjáröflun eða taka þátt í kostnaði við slíka skápa þegar af verður, en nú þegar hefur verið leitað
tilboða. Stjórn foreldrafélagsins er samstarfsfús í þetta verkefni enda hvatt til þess að skápum væri komið upp undanfarin
ár með t.d. bréfaskrifum til skóladeildar Akureyrarbæjar.
Ósk frá skólastjórnendum um að foreldrafélagið greiddi fyrir jólasveina sem komu í desember og skemmtu börnunum. Vilji er til
þess að taka þátt í að hafa jólasveina ef fyrirvari er hafður á og foreldrafélagið er með í ráðum.
Fleiri mál ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar er aðalfundurinn 1. júní 2010, kl 20.
Fundi slitið kl 19:05.
Fundargerð ritaði GEÁ