5. fundur stjórnar Foreldrafélagsins í Brekkuskóla skólaárið 2009-2010.
Haldinn í Brekkuskóla 02/11/2009 kl: 17:00
Mættir: Árni Jón Erlendsson (ÁJE), Bóthildur Sveinsdóttir gjaldkeri (BS), Ester Jónasdóttir (ES), Valdís
Jónsdóttir (VJ), Drífa Þórarinsdóttir (DÞ) og Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir (FJS)
Fjarverandi: Magni R. Magnússon formaður (MRM), Gísli Einar Árnason ritari (GEÁ)
Enn vantar fulltrúa í foreldrafélag frá 2 og 9 bekk
Mál fundar: Undirbúningur fyrir kynningarfund með foreldrafulltrúum. Önnur mál.
1) MRM og GEÁ fjarverandi. DÞ tók að sér hlutverk ritara.
2) Undirbúningur fyrir kynningarfund með foreldrafulltrúum.
Önnur mál:
1) DÞ óskaði upplýsinga um Rýmið. ÁJE er búinn að finna sófa sem gæti hentað og ætlar
að athuga kostnað. Hvað varðar Rýmið hefur gengið treglega að fá nemendur til að koma með hugmyndir að því hvernig peningunum skuli
varið. Ákveðið var að ÁJE leitaði upplýsinga um verð á þythokkýborði, billjardborði og jafnvel fótboltaspili fyrir
næsta fund. Í 3. fundargerð þessa skólárs kemur fram hugmynd um að MRM hitti fulltrúa nemenda út af rýminu þ.e. skipulagi og
umgengni. Af þessu hefur ekki orðið og veltu fundarmenn fyrir sér hvort ekki væri ráð að sú hugmynd verði að veruleika þ.e. að
einhver fulltrúi foreldrafélags færi á fund með nemendum.
2) EJ velti upp umræðu um hvernig tekið er á málum barna með lesblindu í Brekkuskóla. Ákveðið var að
óska eftir upplýsingum frá stjórnendum skólans um hvernig málum er háttað er varðar nemendur með lesblindu. Hver er sýn
skólans er þetta varðar, hvaða leiðir eru farnar við kennslu og svo hvernig kennarar eru þjálfaðir til að takast á við að kenna
lesblindum börnum.
Fleira var ekki rætt.
Næsti fundur áætlaður 7. desember kl 17:30.
Fundi slitið kl 18:00.
Fundargerð ritaði DÞ