Foreldasáttmálinn
Foreldrasamningurinn hefur verið endurútgefinn og heitir nú foreldrasáttmálinn. Foreldrasáttmálinn hefur verið lagður fyrir í fjölmörgum skólum um allt land og í þeim samfélögum þar sem góð samstaða hefur náðst um samninginn er fólk sammála um jákvæð áhrif hans á unglingamenninguna sem og samstöðu foreldra um að virða útivistarreglurnar svo fátt eitt sé nefnt. Samningurinn er annars vegar fyrir 1.-6. bekk og hins vegar fyrir 7.-10. bekk.
Í þessu forvarnarverkefni er m.a. bent á að foreldrar sem senda barn útsofið í skólann eru að leggja sitt af mörkum til að barnið nái æskilegum námsárangri. Einnig tekur samningurinn til eineltis, samábyrgðar og reglna um notkun á tækni eins og tölvuleikjum og aðgengi að Netinu og farsímum en í þeim málum hafa foreldrar ekki fyrirmynd og því mikilvægt að geta haft samráð um slíkt. Sáttmálinn er fáanlegur á skrifstofu Heimilis og skóla og á heimasíðu samtakanna.