Starfsreglur
fyrir foreldrafulltrúa bekkja
- Hlutverk foreldrafulltrúa er að efla og styrkja samstarf foreldra/forráðamanna og nemenda auk þess að treysta samband
heimila og skóla innan hverjar bekkjardeildar.
- Foreldrafulltrúar ræða við aðra foreldra í bekknum á bekkjarfundum, tvisvar á ári, um
skólastarfið, gang mála í bekknum og foreldrasamninga /- sáttmála Heimilis og skóla. Upplýsingum er miðlað til stjórnar
foreldrafélags.
- Foreldrafulltrúar eru tengiliðir foreldra við umsjónarkennara og koma sjónarmiðum foreldra á framfæri
þegar þess er þörf. Í samvinnu við kennara skipuleggja þeir í upphafi hvers skólaárs almennan fund með foreldrum þar sem
lögð eru drög að bekkjarstarfi vetrarins. Nýir foreldrafulltrúar eru jafnframt kosnir á sama fundi. Fráfarandi foreldrafulltrúar miðla
upplýsingum til nýrra og afhenda gögn sem fylgja starfinu. Fráfarandi foreldrafulltrúar tilkynna breytingu til stjórnar.
- Foreldrafulltrúar fylgjast með því að foreldrastarfið sem ákveðið er í hverjum bekk /
námshópi sé framkvæmt. Æskilegt er að foreldrar skipti með sér verkum við skipulag og undirbúning verkefna. Eitt foreldri tekur
þá að sér að vera tengiliður við foreldrafulltrúann. Æskilegt er að eldri nemendur séu hafðir með í ráðum
þegar starfið er skipulagt. Stefnt skal að því að vera með að minnsta kosti tværi uppákomur á hverjum vetri.
- Foreldrafulltrúar eru tengiliðir bekkjarins við Skólaráð og Foreldrafélag skólans. Þeir sitja fund
með stjórn Foreldrafélagsins tvisvar á ári. Foreldrafélagið boðar til þeirra funda. Skólaráð situr fundi með
stjórnendum skólans. Stjórnendur boða til þeirra funda.
- Foreldrafulltrúar halda utan um gögn er varða foreldrastarfið í hverjum bekk / námshópi.
- Foreldrafulltrúar reyna að hlusta eftir sjónarmiðum nemenda varðandi andann í bekknum, bekkjarstarfið.
- Foreldrafulltrúar eru tengiliður við umsjónarkennara við að skipuleggja þátttöku foreldra í
skólastarfinu eftir því sem við á.
- Foreldrafulltrúar skipuleggja fjáraflanir í samráði við umsjónarkennara og aðra foreldra
í bekknum.
- Foreldrafulltrúar aðstoða stjórn Foreldrafélagsins og skólastjórnendur við skipulag og framkvæmd á stærri viðburðum.
- Foreldrafulltrúar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í bekkjarstarfinu og virða trúnað um
persónulega hagi nemenda og foreldra.
Eyðublað fyrir skipulag foreldrasamstarfs í bekkjum