Mentor - veikindaskráning nemenda
Þegar foreldrar skrá sig inn í kerfið er aðgerð sem birtist til hægri á skjánum sem heitir Skrá veikindi, þegar smellt er opnast gluggi með nöfnum barna þeirra og hægt er að tilkynna um veikindi. Um leið og skráð er fer tölvupóstur á netfang þess foreldris sem skráði. Hjá grunnskólum þarf ritari að samþykkja skráninguna. Þegar það hefur verið gert, fer annar tölvupóstur til aðstandandans.
Leyfisveitingar
Umsjónarkennara er heimilt að veita tveggja daga leyfi. Lengri leyfi þarf að sækja um til skólastjórnenda. Hægt er að óska eftir leyfi á heimasíðu skólans með því að fylla út í form. Einnig má ná í skólastjórnendur í síma 462-2525 eða með tölvupósti Jóhanna María skólastjóri johannam@akureyri.is Foreldrar bera ábyrgð á námi barna sinna í leyfum.