7. fundur stjórnar Foreldrafélagsins í Brekkuskóla skólaárið 2009-2010.
Haldinn í Brekkuskóla 04/01/2010 kl: 17:30
Mættir: Gísli Einar Árnason ritari (GEÁ), Drífa Þórarinsdóttir (DÞ), Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir
(FJS), Ester Jónasdóttir (ES), Valdís Jónsdóttir (VJ), Magni R. Magnússon formaður (MRM)
Fjarverandi: Bóthildur Sveinsdóttir gjaldkeri (BS), Árni Jón Erlendsson (ÁJE),
1. Rætt um styrkbeiðnir sem bárust frá skólastjórnendum á síðasta fundi stjórnar.
Ákveðið að hafna beiðni um styrk til að senda sérkennara á Aston Index námskeið (sbr. ósk frá síðasta fundi).
Teljum að það nýtist ekki heildinni heldur þrengri hóp nemenda. Einnig teljum við ekki réttlætanlegt að foreldrar Brekkuskóla
styrki einn kennara á námskeið sem nýtist ekki skólanum ef þessi ákveðni kennari flytur sig um set í starfi og fari að kenna í
öðrum skóla. Auk þess teljum við það hlutverk Akureyrabæjar, en ekki félagsins, að stuðla að bættri menntun kennara.
Foreldrafélagið tæki e.t.v. jákvæðar í að veita styrk til kaupa á námsefni til hjálpar lesblindum eða styðja við
aðrar úrlausnir.
MRM fer í að vinna í myndarvélamálum. Ákveðið að kaupa fimm myndavélar (auk minniskorts og taska) til að færa
skólanum að gjöf. MRM hefur fengið tilboð og skoðar það nánar.
Stjórn foreldrafélagsins er tilbúið til að koma að kynningum á uppeldisstefnu skólans til foreldra með þeim hætti að leggja
fé í veitingar. Annað hvort með þeim hætti að kaupa þær beint, eða styrkja 10. bekk til selja veitingar.
2. Rætt um skólaferðalög og smærri ferðir á vegum skólans. Skv. laganna hljóðan er
skólanum/kennurum óheimilt að fara fram á að börn komi með pening í skólann til að fara að kaupa ís, kakó, pizzur
o.þ.h. Spunnust umræður um þetta.
3. Skv. e-mail frá BS stendur félagið nokkuð vel fjárhagslega. Búið er að panta og greiða fyrir billiardborð,
þythokký og fótboltaspil í “Rýmið”, auk þess sem 4., 7. og 10. bekkir hafa fengið styrk í ferðasjóð að
upphæð 1.000 kr. á hvern nemenda.
4. Umræður um valfög í skólanum og hvort foreldrafélagið geti tekið þátt í að auka
fjölbreytileika valfaga. Engar ákvarðanir þó teknar.
5. Talað um verkefnið “Blátt áfram” sem fyrri stjórn félagsins hafði ákveðið að styrkja til
að koma og veita fræðslu í 5. bekk á hverju ári. Þetta hefur ekki farið í gang ennþá. Spurt er hvort
forvarnarfulltrúi Akureyrabæjar hafi tekið þetta að sér? Stjórnin vill gjarnan sjá þessa fræðslu á meðal barnanna en
ekki eingöngu á meðal foreldra. MRM ætlar að athuga málið.
Fleiri mál ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar áætlaður 1. febrúar kl 17:30.
Fundi slitið kl 18:30.
Fundargerð ritaði GEÁ