Hugmyndir að skemmtilegum samverustundum

Hugmyndir að skemmtilegum samverustundum foreldra og nemenda.

Bingó

Bingó er skemmtilegur leikur sem allir geta tekið þátt í.

Spil

Að hittast til að spila er hin mesta skemmtun og allir leggja eitthvað til málanna.

Myndasýning

Myndasýning frá foreldrastarfinu í bekknum

Vettvangsferðir út í náttúruna

Hvað er betra en að vera úti í góðu veðri?

Leikjadagur

Útileikir, innileikir, dótaleikir, íþróttaleikir, kappleikir ofl.

Dans

Dansstopp, diskó, marsering, kúrekadans að ég tali nú ekki um hjarta, spaði, tígull, lauf.

Kökuskemmtun

Helmingur kemur með kökur og hinn helmingur drykki.

Böll

Grímuball, furðufataball, rautt ball,náttfataball , kúrekaball ofl.

Fjáröflun

Kaffihlaðborð, sala á ýmsum varningi, bingó, spilakvöld, happadrætti og vinnuframlag.

Heimsóknir

Á vinnustaði foreldra, í sveitina , í skipið, á skrifstofuna, í búðina, nuddstofuna, líkamræktarstöðina

Morgunmóttökur

Segjum frá, lesum sögu, sýnum myndir eða leggjum annað gott til.

Veitingar

Eldum sjálf í skólanum eða heima, komum með, bökum eða pöntum.

Félagsvist

Frábær skemmtun fyrir nemendur á miðstigi og elsta stigi.

Hollt og gott

Allir koma með hollt og gott. Gera eitthvað spennandi saman.

Mála, teikna, lita, leira, föndra.

Foreldrar hittast og vinna skapandi með börnunum.