Skipuleggjum viðburði í bekknum / námshópnum
Höfum frumkvæði að skipulagningu verkefna með nemendum og foreldrum. Veljum með öðrum foreldrum viðfangsefni fyrir veturinn og tímasetjum þá. Sjáum til þess að tímasetningum sé fylgt eftir.
Hvar bóka ég afnot af skólanum? Við hvern tala ég?
Til að bóka fundi og viðburði í skólanum er best að ræða við umsjónarmann húsnæðis Brekkuskóla, Þengil Stefánsson. Síminn í skólanum er 414-7900 og gsm sími Þengils er 699-3392.
Fylgjumst með og komum upplýsingum á framfæri
www.brekkuskoli.is er vefur skólans.
Fréttabréf Brekkuskóla kemur út mánaðarlega og er sent í netpósti til allra foreldra auk þess má nálgast það á vef skólans.
Komum ábendingum til stjórnenda
Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta varðandi skólastarfið vilja skólastjórnendur endilega fá að heyra frá ykkur. Saman getum við þróað og bætt starfið og þannig myndað öfluga liðsheild.